Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar fyrir kærendur

Kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu eru sendar á þar til gerðum eyðublöðum. Heimilt er að fylla út kæruformið á íslensku og skila fylgigögnum á íslensku en ákveði dómstóllinn að taka málið til meðferðar verða samskiptin við hann að fara fram á ensku eða frönsku.

 

Þegar búið er að fylla út alla reiti eyðublaðsins er það prentað út, undirritað og sent ásamt öllum fylgigögnum vegna málsins í bréfpósti. Mikilvægt er að gæta að því að öll skjöl sem varða málið séu send með. Þá verður að póstleggja bréfið innan 4 mánaða frá því að endanleg niðurstaða í málinu liggur fyrir. Sé ekki gætt að þessu verður kæran ekki tekin til skoðunar hjá dómstólnum.

Sjá einnig:

Mannréttindadómstóll Evrópu

Heimilisfang dómstólsins:

European Court of Human Rights
Council of Europe
F-67075 Strasbourg cedex
France

Tel : +33 (0)3 88 41 20 18
Fax : +33 (0)3 88 41 27 30

Síðast uppfært: 20.11.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum