Hoppa yfir valmynd

Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára.

 

 

Samkomulagið felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Markmið samkomulagsins eru fjórþætt:

 • Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar. 
  Greiðar, hagkvæmar og skilvirkar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.
 • Kolefnishlutlaust samfélag. 
  Stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum ríkis og sveitarfélaga um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum, bættum innviðum fyrir vistvæna samgöngumáta og hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta.
 • Aukið umferðaröryggi. 
  Stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum.
 • Samvinna og skilvirkar framkvæmdir.
  Tryggja skilvirka framkvæmd og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir.

Fjárfesting upp á 120 milljarða króna

Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að flýta úrbótum á höfuðborgarsvæðinu, sem að óbreyttum framkvæmdahraða tækju allt að 50 ár. Mengun vegna svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda hefur stóraukist. Ef fram heldur sem horfir og ekkert yrði að gert mun bílaumferð aukast um að minnsta kosti 40% á næstu 15 árum. Til að mæta þessu er nauðsynlegt að flýta samgönguframkvæmdum.

Heildarfjármögnun samgönguframkvæmda á svæðinu á tímabilinu er 120 milljarðar. Ríkið mun leggja fram 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum kr. Hún verður tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins.

Á tímabilinu verða 52,2 milljarðar lagðir í stofnvegi, 49,6 milljarðar í innviði Borgarlínu og almenningssamgöngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undirgöng og 7,2 milljarðar í bætta umferðarstýringu og sértækar öryggisaðgerðir. Þá verður þegar í stað ráðist í að innleiða stafræna umferðarstýringu á höfuðborgarsvæðinu. 

Við endanlega útfærslu framkvæmda verður sérstaklega hugað að greiðri tengingu aðliggjandi stofnbrauta svo sem Sundabrautar inn á stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins.

Félag í eigu ríkis og sveitarfélaga verður stofnað um framkvæmdirnar og fjármögnun þeirra. Ríkið skuldbindur sig til að leggja uppbyggingarland að Keldum inn í félagið og mun ábati af þróun þess renna til uppbyggingar samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Sérstök fjármögnun

Vegakerfið á Íslandi hefur verið fjármagnað með bensín- og olíugjöldum. Hlutfall vistvænna ökutækja eykst hratt og segja spár að strax árið 2025 hafi tekjur af bensín- og olíugjöldum lækkað verulega.

Endurskoðun stendur nú yfir á tekjustofnum ríkisins vegna ökutækja og eldsneytis vegna orkuskipta. Hluti þeirrar vinnu verður að breyta gjaldtöku með þeim hætti að í ríkari mæli verði treyst á gjöld af umferð í stað bensín- og olíugjalda. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að félagið, sem stofnað verður um framkvæmdirnar, geti innheimt svonefnd flýti- og umferðargjöld sem yrðu liður í breyttri gjaldtöku ríkisins. Önnur fjármögnun félagsins gæti verið í formi sérstakra ríkisframlaga eða hlutdeild í öðrum tekjustofnum tengdum samgöngum.

Áform eru um að taka upp sértæka gjaldtöku víðar á landinu til að fjármagna stærri samgönguframkvæmdir og rekstur jarðganga. Dæmi um þetta eru tvöföldun Hvalfjarðarganga, Sundabraut, brú yfir Ölfusá, brú yfir Hornafjarðarfljót, nýr vegur yfir Öxi ásamt láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall.

Hér að neðan er listi með stærstu framkvæmdum samkomulagsins. Þær framkvæmdir eru feitleitraðar sem verður flýtt miðað við tillögu viðræðuhóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033 frá nóvember 2018. Á síðunni eru einnig yfirlitsmyndir af helstu framkvæmdum samkomulagsins.

Framkvæmdir Upphaf Lok
Vesturlandsvegur: Skarhólabraut – Hafravatnsvegur 2019 2020
Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur 2019 2020
Suðurlandsvegur: Bæjarháls – Vesturlandsvegur 2021 2021
Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg 2021 2021
Arnarnesvegur: Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut 2021 2021
Sæbrautarstokkur: Vesturlandsvegur – Holtavegur 2021 2022
Borgarlína: Ártún – Hlemmur 2021 2023
Borgarlína: Hamraborg – Hlemmur 2021 2023
Miklabrautarstokkur: Snorrabraut – Rauðarárstígur 2022 2023
Borgarlína: Hamraborg – Lindir 2023 2024
Borgarlína: Mjódd – BSÍ 2024 2026
Miklabrautarstokkur: Rauðarárstígur – Kringlumýrarbraut  2024 2026
Reykjanesbraut: Álftanesvegur – Lækjargata 2024 2028
Suðurlandsvegur: Norðlingavað – Bæjarháls 2027 2027
Borgarlína: Kringlan – Fjörður 2027 2030
Hafnarfjarðarvegur: Stokkur í Garðabæ 2028 2030
Borgarlína: Ártún – Spöng 2029 2031
Borgarlína: Ártún – Mosfellsbær 2031 2033

 

Vesturlandsvegur: Skarhólabraut – Hafravatnsvegur

 

Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur

Suðurlandsvegur: Bæjarháls – Vesturlandsvegur

Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg

Arnarnesvegur: Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut

Sæbrautarstokkur: Vesturlandsvegur – Holtavegur

Borgarlína: Ártún – Hlemmur

Borgarlína: Hlemmur - Hamraborg

Miklabrautarstokkur: Snorrabraut – Rauðarárstígur

Borgarlína: Hamraborg – Lindir

Borgarlína: Mjódd – BSÍ

Miklabrautarstokkur: Rauðarárstígur – Kringlumýrarbraut

Reykjanesbraut: Álftanesvegur – Lækjargata

Suðurlandsvegur: Norðlingavað – Bæjarháls

Borgarlína: Kringlan – Fjörður

Hafnarfjarðarvegur: Stokkur í Garðabæ

Borgarlína: Ártún – Spöng

Borgarlína: Ártún – Mosfellsbær

Aðilar að samkomulaginu er ríkið annars vegar og hins vegar Reykjavíkurborg, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogsbær, Mosfellsbær og Seltjarnanesbær. Skrifað er undir samninginn með fyrirvara um samþykki Alþingis og sveitarstjórna.

Samkomulagið tekur á skipulagi og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuborgarsvæðinu til næstu 15 ára þ.e. 2020 til 2034.
Samkomulagið byggir m.a. á viljayfirlýsinu ríkisins og SSH frá september 2018 og skýrslu viðræðuhóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033 frá nóvember 2018.

Markmið samkomulagsins er að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með byggja upp skilvirkar, hagkvæmar, öruggar og umhverfisvæna samgönguinnviði. Markmiðin eru fjórþætt:

 • Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Leita skal leiða til að dreifa umferðarálagi með markvissum hætti og bæta þannig nýtingu innviða.
 • Að stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnislaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum og bættum innviðum fyrir aðra vistvæna samgöngumáta auk þess að hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta.
 • Að stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum.
 • Að tryggja skilvirka framkvæmd höfuðborgarpakkans og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir.

Á næstu 15 árum verður ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að flýta úrbótum á höfuðborgarsvæðinu sem með óbreyttum framkvæmdahraða tækju allt að 50 ár.

Heildarfjármögnun samkomulagsins er 120 milljarðar kr. Ríkið mun á samningstímanum leggja fram 45 milljarða kr., sveitarfélögin 15 milljarðar kr. en gert er ráð fyrir að sérstök fjármögnun, sem tryggð verður við endurskoðun gjalda af ökutækjum og umferð í tengslum við orkuskipti eða með beinum framlögum við sölu á eignum ríkisins, standi straum af 60 milljörðum kr.
Árlegt framlag til samgangna á höfuðborgarsvæðinu er áætlað að meðaltali 8 milljarðar kr. en ekki jafndreift yfir tímabilið. Verði framkvæmdahraði meiri en tekjuflæði í endanlegri útfærslu framkvæmda verður upphæðin hærri og mismunurinn fjármagnaður með lánum.

Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að félagið, sem stofnað verður um framkvæmdirnar, geti innheimt svonefnd flýti- og umferðargjöld sem yrðu liður í breyttri gjaldtöku ríkisins.

Vegakerfið á Íslandi hefur verið fjármagnað með bensín- og olíugjöldum. Hlutfall vistvænna ökutækja eykst hratt og segja spár að strax árið 2025 hafi tekjur af bensín- og olíugjöldum lækkað verulega. Verði umferðargjöld tekin upp yrðu þau hluti af endurskoðuðu fjármögnunarkerfi fyrir samgöngur á landinu öllu.

Flýti- og umferðargjöld eru víða um heim nýtt til að dreifa umferðarálagi og bæta þannig nýtingu á núverandi samgönguinnviðum. Þannig má ná betri stjórn á umferðinni og stuðla að bættum lífskjörum.

Flýti- og umferðargjöld yrðu aðeins tekin upp þegar framkvæmdir væru komnar vel af stað og sýnilegar íbúum höfuðborgarsvæðisins. Fram að því verður unnið að endurskoðun á fjármögnun samgöngukerfisins.
Nei, það er markmið ríkisins að flýti- og umferðargjöld byggi á þeim sanngirnissjónarmiðum að sama gildi um umbætur annars staðar á landinu. Áform eru um að taka upp sértæka gjaldtöku víðar á landinu til að fjármagna stærri samgönguframkvæmdir og til að fjármagna rekstur jarðganga. Dæmi um þetta eru tvöföldun Hvalfjarðarganga, Sundabraut, brú yfir Ölfusá, brú yfir Hornafjarðarfljót, nýr vegur yfir Öxi ásamt láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöng í gegnum Reynisfjall.
Markmiðið er að allri fjármögnun og mögulegri gjaldtöku vegna framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu ljúki innan samningstímans. Slíkt er þó háð framkvæmdahraða og þeirri lántöku sem þarf að fara í vegna framkvæmdanna.
Já, íbúar fá skýra valkosti til að komast á milli staða, þ.á m. hágæða almenningssamgöngur, fleiri göngu- og hjólastíga, og skilvirkari og greiðfærari umferð m.a. um stokka.
Hér að neðan er listi með stærstu framkvæmdum samkomulagsins. Þær framkvæmdir eru feitleitraðar sem verður flýtt miðað við tillögu viðræðuhóps um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033 frá nóvember 2018.
Framkvæmdir Upphaf Lok
Vesturlandsvegur: Skarhólabraut – Hafravatnsvegur 2019 2020
Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur 2019 2020
Suðurlandsvegur: Bæjarháls – Vesturlandsvegur 2021 2021
Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg 2021 2021
Arnarnesvegur: Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut 2021 2021
Sæbrautarstokkur: Vesturlandsvegur – Holtavegur 2021 2022
Borgarlína: Ártún – Hlemmur 2021 2023
Borgarlína:Hamraborg – Hlemmur 2021 2023
Miklabrautarstokkur: Snorrabraut – Rauðarárstígur 2022 2023
Borgarlína: Hamraborg – Lindir 2023 2024
Borgarlína: Mjódd – BSÍ 2024 2026
Miklabrautarstokkur: Rauðarárstígur – Kringlumýrarbraut  2024 2026
Reykjanesbraut: Álftanesvegur – Lækjargata 2024 2028
Suðurlandsvegur: Norðlingavað – Bæjarháls 2027 2027
Borgarlína: Kringlan – Fjörður 2027 2030
Hafnarfjarðarvegur: Stokkur í Garðabæ 2028 2030
Borgarlína: Ártún – Spöng 2029 2031
Borgarlína: Ártún – Mosfellsbær 2031 2033
Já, ráðist verður í markvissar aðgerðir til að nýta nýja tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins.
Nei, en framkvæmdirnar samkvæmt samkomulaginu leggja grunn að betri tengingu höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina með Sundabraut. Sérstakur starfshópur á vegum ríkisins og SSH skilaði skýrslu fyrr í sumar um helstu valkosti við lagningu Sundabrautar.
Lagt verður fram frumvarp til laga á Alþingi um sameiginlegt félag sem heldur utan um framkvæmdina, þ.e. uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun hennar, þ.m.t. nauðsynlegar lántökuheimildir. Ríkið skuldbindur sig til að leggja uppbyggingarland að Keldum inn í félagið og mun ábati af þróun þess renna til uppbyggingar samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Félagið verður í sameiginlegri eigu ríkis og aðildarsveitarfélaga SSH.
Borgarlínuverkefnið verður hluti af verkefninu. Undirbúningur Borgarlínuframkvæmda er kominn af stað í samvinnu Vegagerðarinnar, SSH, sveitarfélaganna og Strætó bs. undir Verkefnastofu Borgarlínu. Gert er ráð fyrir að verkefnastofan muni renna inn í sameiginlegt framkvæmdafélag samkomulagsins.
Borgarlína og bætt leiðarkerfi Strætó gera almenningssamgöngur af raunhæfum valkosti fyrir miklu stærri hóp. Gera má ráð fyrir að daglegum farþegum almenningssamgangna fjölgi úr 50.000 í 150.000 á samningstímanum.
Inntak samningsins gerir ráð fyrir því að ávallt sé leitað lausna við að ráða fram úr málum þannig að framkvæmdaáætlun haldi. Til þess hafa aðilar sex mánuði hið minnsta raskist forsendur verkefnisins.
Miðað við umferðarspá VSÓ munu tafir minnka um 27% á tímabili með þeim framkvæmdum sem ráðist verður í.
Stokkar einir og sér munu ekki minnka umferð. Hjólastígar og Borgarlína á yfirborði munu minnka þörf fyrir það að nota einkabílinn.
Í stuttu máli verður alltaf þörf á skilvirku almenningssamgöngukerfi vegna fjölda þess fólks sem starfar miðsvæðis. Þungamiðja búsetu í borginni er á þeim stöðum sem Borgarlína mun þjónusta með sem bestum hætti.
Í Bergen jókst hlutfall ferða með almenningssamgöngum um 42% á fimm ára tímabili með fyrsta áfanga Bybanen. Hlutfall fór úr 19,5% ferða árið 2008 í 27,7% árið 2013.
Borgarlína mun nýta innlenda vistvæna orkugjafa s.s. rafmagn, vetni eða metan.

Enn sem komið er verður Borgarlínan hraðvagnakerfi eða Bus Rapid Transit system. Við hönnun kerfisins verður þó miðað við að hægt verði að breyta kerfinu yfir í léttlest í framtíðinni kalli aukin flutningsþörf á afkastameiri almenningssamgöngur. Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum.

Verði flýti- og umferðargjöld tekin upp munu þau ekki hafa áhrif á þá sem nota almenningssamgöngur.
Gert er ráð fyrir að sama gjald verði í Borgarlínu og í strætó.
Nei, hugmyndafræðin er efla fjölbreytta ferðamáta þannig að fólk eigi auðveldara með að velja hjólreiðar eða að nota almenningssamgöngur.
Sjálfakandi bílar taka jafn mikið pláss og aðrir einkabílar. Það sem borgir heims gera er að bjóða upp á fjölda valkosta í samgöngum. Gera borgir hentugar til að ganga, hjóla og taka almenningssamgöngur.
Á Íslandi er bílaeign á hverja 1.000 íbúa með því hæsta sem þekkist í heiminum. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þarf að hugsa til framtíðar og bjóða upp á raunverulega valkosti í almenningssamgöngum og samgönguinnviðum fyrir virka ferðamáta.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum