Hoppa yfir valmynd

Málþing um greinargerðir sérfræðinga

Forsætisráðuneytið í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst stendur fyrir þremur málþingum þar sem fjallað verður um greinargerðir sérfræðinga um tiltekna kafla stjórnarskrárinnar.

Málþing um Alþingiskafla stjórnarskrárinnar

Málþing þar sem fjallað verður um greinargerð Þórðar Bogasonar um Alþingiskafla stjórnarskrárinnar verður haldið í Hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands, föstudaginn 5. janúar 2024 kl. 15.00-17.00. Málþingið er einnig haldið í samvinnu við Alþingi sem býður upp á veitingar í kjölfar þess í tilefni af 150 ára afmæli stjórnarskrárinnar.

Dagskrá:

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis - 150 ára afmæli stjórnarskrárinnar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra - ávarp
Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður - greinargerð um Alþingiskafla stjórnarskrárinnar

Pallborðsumræður:

Björg Thorarensen, hæstaréttardómari
Hafsteinn Dan Kristjánsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Haukur Logi Karlsson, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Fundarstjóri er Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands

 

Málþing um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar

Fjallað var um greinargerð Róberts Spanó og Valgerðar Sólnes um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar á málþingi í Háskólanum í Reykjavík 6. nóvember 2023.

 

 

Málþing um dómstólakafla stjórnarskrárinnar

Fjallað var um greinargerð Hafsteins Þórs Haukssonar um dómstólakafla stjórnarskrárinnar á málþingi í Háskólanum á Akureyri 5. desember 2023.

 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum