Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.14. Ráðstöfun fjármuna til grunnskóla

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    

Guðni Olgeirsson, mennta- og barnamálaráðuneytinu - [email protected]

Fréttir

28.02.23 Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum að efna til fundaraðar í mars til maí 2023 um áframhaldandi vinnu um úthlutun og ráðstöfun fjármagns til grunnskóla svo að það styðji betur við starfshætti sem stuðla að menntun fyrir alla.

09.08.21 Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Verkefnið

Markmið: Að reglum um úthlutun og ráðstöfun fjármuna verði breytt þannig að horfið verði frá viðbragðsmiðuðum stuðningi og þess í stað lögð áhersla á snemmtækan stuðning og forvarnir.
 
Stutt lýsing: Unnið verði með niðurstöður tilraunaverkefnis mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og tólf sveitarfélaga sem fram fór 2019–2020. Reglur sveitarfélaga um úthlutun og ráðstöfun fjármuna til kennslu og þjónustu í grunnskólum verði endurskoðaðar og þær færðar að þeim viðmiðunum sem Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar hefur lagt til. Sveitarfélög sem tóku þátt í tilraunaverkefninu haldi áfram samstarfi og samstarfið nái jafnframt til sveitarfélaga um land allt.

  • Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Rekstraraðilar skóla og fræðslumála, Menntamálastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Dæmi um samstarfsaðila: Kennarasamband Íslands, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4.
  • Tillaga að fjármögnun: 2 millj. kr. af byggðaáætlun. 

Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum