Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.08. Sjálfbær samfélög – efling hringrásarhagkerfis

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður   

Guðmundur B. Ingvarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]

Fréttir

03.02.23 Ráðuneyti verður aðili að samstarfsverkefninu Orkideu

02.02.23 Samstarfsverkefni um orkuskipti og orkutengda nýsköpun

01.02.23 Sóknarfæri í nýsköpun

13.05.22 Norðanátt fær 20 m.kr. fjárveitingu frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu

Verkefnið 

Markmið: Að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda við meðhöndlun úrgangs, unnið að kolefnishlutleysi Íslands og dregið úr myndun úrgangs. Enn fremur að endurvinnsla og önnur endurnýting verði aukin, dregið úr urðun og urðun lífbrjótanlegs úrgangs hætt.

Stutt lýsing: Dregið verði úr myndun úrgangs, flokkun og endurvinnsla aukin og stuðlað að meiri samræmingu á landsvísu. Horft verði til þess að sveitarfélög nýti svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem stjórntæki og að þau samþætti viðeigandi stefnumörkun og áætlanir til að efla hringrásarhagkerfið, bæti auðlindanýtingu og dragi úr losun gróður-húsalofttegunda. Veittir verði styrkir til sveitarfélaga til þess að styrkja úrgangsforvarnir og bæta meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögum, einkum byggðarlögum sem búa við veikan fjárhag, mjög dreifða byggð eða neikvæða byggðaþróun.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Fenúr og fyrirtæki í úrgangsgeiranum.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, Orkustefna, klasastefna, Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016–2027, stefna um meðhöndlun úrgangs 2021–2032, Matarauðlindin Ísland – matvælastefna Íslands til ársins 2030.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 2, 9, 11, 12 og 13, einkum undirmarkmið 2.4, 9.4, 11.6, 12.3, 12.4, 12.5, 12.8, 13.2 og 13.3.
  • Tillaga að fjármögnun: 85 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum