Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.07. Nærþjónusta við innflytjendur

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður   

Áshildur Linnet, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu - [email protected]

Fréttir

 27.01.22 Fjölmenningarsetur framkvæmir. Það sem m.a. hefur verið gert er þróun námskeiðsins Fjölbreytnin auðgar. Haldið var þjálfaranámskeið haustið 2021 fyrir starfsmenn allra fræðslumiðstöðva og fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga. Starfsemi fjölmenningarfulltrúa efld, haldinn starfsdagur og málþing fjölmenningarfulltrúa í annað sinn í september 2021 þar sem m.a. voru kynntar leiðbeiningar um móttöku nýrra íbúa af erlendum uppruna. Aukið samstarf við leiðandi sveitarfélög við kynningu á innleiðingu fjölmenningarstefna og ýmissa verkfæra til að auðvelda aðgengi að upplýsingum sveitarfélaga.

18.12.20 Unnið hefur verið fræðsluefni og þjálfaranámskeið fyrir fræðslumiðstöðvar, starfsemi fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga efld og verið að ljúka við útgáfu móttökuáætlunar fyrir sveitarfélög til að tryggja upplýsingaflæði.

29.11.19 Tengt við aðgerðir A.4 og B.2 í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Framkvæmd í höndum Fjölmenningarseturs. 

Verkefni 

Markmið: Að aðgengi innflytjenda að opinberri þjónustu um land allt verði bætt.

Stutt lýsing: Mótaðir verði samræmdir verkferlar/móttökuáætlanir og fjölmenningarstefnur á vettvangi sveitarfélaga. Upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga verði aðgengi¬egar og hugað sérstaklega að nýjum innflytjendum. Kannaðar verði leiðir til að gera úrræði og upplýsingar sýnilegar fyrir innflytjendur í atvinnuleit. Þróað verði rafrænt fræðsluefni fyrir fagstéttir og boðið upp á stutt fræðsluerindi á vegum Fjölmenningar-seturs. Símenntunarstöðvar fái námsgögn til þess að halda ítarlegri námskeið fyrir starfsfólk. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda sveitarfélaga sem innleiða fjölmenningarstefnur og/eða móttökuáætlanir, fjölda sveitarfélaga sem þiggja boð um fræðslu¬erindi og fjölda námskeiða sem haldin eru á vegum símenntunarstöðva.

  • Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
  • Framkvæmdaraðili: Fjölmenningarsetur.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og barna¬málaráðuneyti, Vinnumálastofnun, símenntunarstöðvar, Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
  • Tímabil: 2022–2024.
  • Tillaga að fjármögnun: 12 millj. kr. af byggðaáætlun

Útlendingar
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum