B.11. Fluggáttir
Aðgerðinni er lokið | |
Fréttir af aðgerðinni
Febrúar 2025 Áhugi erlendra aðila á að bjóða upp á beint millilandaflug til Akureyrar hefur farið vaxandi og árið 2024 voru fjögur fyrirtæki sem fengu stuðning úr sjóðnum, þ.m.t. Easyjet sem fékk hæsta fjárstuðning ársins. Árið 2024 var áætluð koma tæplega 11 þúsund farþegar til Akureyrar með beinu millilandaflugi þeirra sem fengið hafa styrk úr sjóðnum. Þá styður sjóðurinn við samstarfsverkefnið Nature Direct, sem gengur út á að kynna áfangastaði á Norður- og Austurlandi fyrir erlendum ferðaþjónustuaðilum. Með fjárlögum ársins 2024 fékk sjóðurinn sérstakt fjárlaganúmer og tók Ferðamálastofa þá við umsýslu sjóðsin og var fjárveitingin 150 m.kr. Skv. fjárlögum ársins 2025 hækkar fjárveiting til sjóðsins í 240 m. kr.
9. janúar 2024 Stutt við uppbyggingu alþjóðaflugs á landsbyggðinni.
20. febrúar 2023 Með fjárlögum ársins 2023 ákvað Alþingi að veita 150 m.kr. varanlegt framlag til að viðhalda starfsemi Flugþróunarsjóðs.
13. júlí 2022 Fljúga frá Þýskalandi til Akureyrar og Egilsstaða
Tengiliður
Helena Karlsdóttir, Ferðamálastofu - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að ferðamenn dreifist jafnar um landið.
Stutt lýsing: Flugþróunarsjóður styðji við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Árangur verði mældur í fjölgun ferðamanna sem koma með flugi/fjölda lendinga.
- Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Flugþróunarsjóður.
- Dæmi um samstarfsaðila: Innviðaráðuneyti, Isavia, landshlutasamtök sveitarfélaga og áfangastaðastofur.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tillaga að fjármögnun: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.