C.07. Efling fjölmiðlunar í héraði
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Febrúar 2025 Á árunum 2022-2024 hefur MVF veitt samtals 25,5 m.kr. í styrki til staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni, skv. reglum nr. 1265/2022 og nr. 1290/2023. Árið 2022 fengu níu útgáfufélög styrk, samtals 5,5 m.kr. Árið 2023 fengu sjö félög styrk, samtals 7,5 m.kr. og árið 2024 fengu 11 félög styrk, samtals 12,5 m.kr.
10. desember 2024 Styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins úthlutað.
Janúar 2024 Á árunum 2022 og 2023 veitti MVF samtals 13 m.kr. í styrki til staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni, skv. reglum nr. 1265/2022 og nr. 1290/2023. Árið 2022 fengu níu útgáfufélög styrk, samtals 5,5 m.kr. Árið 2023 fengu sjö útgáfufélög styrk, samtals 7,5 m.kr.
21. desember 2023 Styrkjum úthlutað til staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins.
Tengiliður
Rakel Birna Þorsteinsdóttir, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðuneyti - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að öflugir fjölmiðlar um land allt verði stoð undir lýðræðislega umræðu og fjölbreyttan fréttaflutning.
Stutt lýsing: Veittir verði styrkir til einkarekinna staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins enda gegni þeir mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál. Efni þeirra sé fjölbreytt og ætlað almenningi á útbreiðslusvæði fjölmiðilsins og styðji þannig við lýðræðisþátttöku og menningarstarf.
- Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
- Dæmi um samstarfsaðila: Fjölmiðlanefnd og Byggðastofnun.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 10, 11 og 16, einkum undirmarkmið 10.2, 10.3, 11.3 og 16.10.
- Tillaga að fjármögnun: 12,5 millj. kr. af byggðaáætlun