Hoppa yfir valmynd

Svæðisbundin flutningsjöfnun

Byggðastofnun fer með framkvæmd laga um svæðisbundna flutningsjöfnun nr. 160/2011. Markmið laganna er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur eru staðsettir nær markaði.

Í lögunum felst heimild til veitingu flutningsjöfnunarstyrkja til einstaklinga eða lögaðila sem stunda framleiðslu á vöru á styrksvæði. Flutningsjöfnunarstyrkir eru veittir vegna flutnings frá styrksvæði ef framleiðslan er annað hvort fullunnin eða hálfunnin vara, þ.e. vara sem hefur farið í gegnum ákveðið framleiðsluferli á styrksvæðinu, eða til styrksvæðis á hrávöru eða hálfunninni vöru, þ.e. vöru sem vantar til að endanlega framleiðsla á vöru geti átt sér stað á styrksvæðinu.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum