Hoppa yfir valmynd

Loftslagsráð


Loftslagsráð hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með markvissri ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi.

Helstu viðfangsefni ráðsins snúa að aðgerðum til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda, eflingu viðnámsþols gagnvart afleiðingum veðurfarsbreytinga og að styrkja almenna vitund um loftslagsmál og aðgerðir til að sporna gegn þeim.

Verkefni ráðsins eru m.a. eftirtalin:

  • Rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda á sviði loftslagsmála. 
  • Veita ráðgjöf um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum.
  • Miðla fræðslu og upplýsingum um loftslagsmál til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.
  • Veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, og aðlögun að loftslagsbreytingum. 
  • Önnur verkefni sem ráðherra felur ráðinu að vinna, hverju sinni.

Loftslagsráð leitast við að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Það er sjálfstætt í sínum störfum en skal hafa náið samstarf við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og önnur ráðuneyti og stofnanir sem vinna að loftslagsmálum og skyldum málum.

Ráðið var skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra þann 25. maí 2018.

Í ráðinu sitja:

Án tilnefningar
Halldór Þorgeirsson, formaður,
Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður.

Samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins
Pétur Reimarsson

Samkvæmt tilnefningu Neytendasamtakanna
Sigurður Ingi Friðleifsson.

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hrönn Hrafnsdóttir

Samkvæmt tilnefningu Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð
Jóhanna Harpa Árnadóttir

Samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands
Sigurður Eyþórsson

Samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins
Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir og
Steingrímur Jónsson

Samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka
Árni Finnsson og
Ragnhildur Freysteinsdóttir

Með ráðinu starfar Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Hægt er að hafa koma ábendingum til ráðsins með því að hafa samband við Önnu Sigurveigu í gegnum netfangið [email protected]

 

Frekari upplýsingar

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira