Hoppa yfir valmynd

Félagsmálasáttmáli Evrópu

Félagsmálasáttmáli Evrópu er frá 1961 og var fullgiltur af Íslands hálfu árið 1976. Framkvæmd Félagsmálasáttmála Evrópu hér á landi heyrir undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Sáttmálinn er hliðstæða við Mannréttindasáttmála Evrópu á sviði Evrópuráðsins, á sviði efnahagslegra og félagslegra réttinda. Skipta má réttindum samkvæmt sáttmálanum í þrjá flokka, vinnurétt, vernd félagslegra réttinda og vernd sérstakra réttinda sem ekki falla undir vinnuumhverfi.

Þrír viðaukar hafa verið gerðir við Félagsmálasáttmálann. Viðauki frá 1988 felur í sér fjögur ný efnisréttindi. Viðauka frá 1991 var ætlað að styrkja eftirlitskerfi sáttmálans og sama má segja um viðauka frá 1995 sem felur í sér rétt félagasamtaka til að leggja fram kærur um brot á sáttmálanum. Enginn þessara viðauka hefur verið fullgiltur af Íslands hálfu. Árið 1996 var samþykktur endurskoðaður Félagsmálasáttmáli Evrópu. Ísland hefur undirritað endurskoðaða sáttmálann en ekki fullgilt hann.

Eftirlitskerfi Félagsmálasáttmálans byggist á skýrslugjöf ríkja til Evrópuráðsins um framkvæmd sáttmálans. Þrjár nefndir koma að umfjöllum um skýrslurnar, nefnd um félagsleg réttindi (nefnd óháðra sérfræðinga), embættismannanefnd (fulltrúar ríkisstjórna) og ráðherranefnd.

Síðast uppfært: 20.11.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum