Hoppa yfir valmynd

EES samningurinn - vinnumál

Reglur Evrópusambandsins á sviði vinnumála sem orðið hafa hluti af EES-samningnum hafa leitt til breytinga á löggjöf og reglum stjórnvalda og til samninga aðila vinnumarkaðarins. Tvær tilskipanir Evrópusambandsins hafa verið gildisteknar hér á landi með kjarasamningum samtaka aðila á vinnumarkaði. Annars vegar er um að ræða tilskipun nr. 93/104/EB um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma (sjá Auglýsingu nr. 285/1997 í B-deild Stjórnartíðinda) og hins vegar tilskipun nr. 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi (Auglýsing nr. 503/1997 í B-deild Stjórnartíðinda).

Lagabálkar sem stafa einkum af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum:

Þá hafa EES-reglur verið teknar upp í gildandi löggjöf, sbr. einkum lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hvað varðar vinnu barna og ungmenna og vinnutíma.

Viðaukar við EES samninginn:

Finna má texta gerða Evrópusambandsins á sviði vinnuréttar og vinnuverndar í XVIII. viðauka EES-samningsins.

Sjá einnig:

Yfirlit um lög

Yfirlit um lög er varða vinnurétt er að finna á vef Alþingis

 

Síðast uppfært: 6.10.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum