Hoppa yfir valmynd

Samþykktir Alþjóðavinnumálaþingsins 1919–2019

Hér á eftir fer skrá yfir alþjóðasamþykkir sem hafa verið afgreiddar á Alþjóðavinnumálaþinginu árin 1919 – 2019. Athygli er vakin á athugasemdum neðanmáls við nokkrar af samþykktunum. Þær geta vísað til þess að samþykkt hafi ekki tekið gildi, felld úr gildi eða verið leyst af hólmi með nýrri samþykkt. Upplýsingar um fjölda fullgildinga er að finna á heimasíðu Alþjóðvinnumálastofnunarinnar. Allar samþykktirnar eru aðgengilegar á ensku og frönsku á vef Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Allar samþykktir afgreiddar frá og með 28. Alþjóðavinnumálaþinginu árið 1946 eru til í íslenskri þýðingu. Þær er hægt að nálgast með því að smella á heiti viðkomandi samþykktar. Þessar samþykktir eru í skönnuðum skjölum sem eru ekki aðgengileg skjálesurum. Ef þörf krefur má leita nánari upplýsinga hjá félagsmálaráðuneytinu. 

   Nr.   /    Heiti samþykktar:

  1. Samþykkt um takmörkun á vinnutíma í iðnaði við átta stundir á dag og 48 stundir á viku (1919)
  2. Samþykkt um ráðstafanir gegn atvinnuleysi (1919) 
  3. Samþykkt um vinnu kvenna fyrir og eftir barnsburð (1919)
  4. Samþykkt um næturvinnu kvenna (1919)
  5. Samþykkt um ákvörðun lágmarksaldurs barna við iðnaðarstörf (1919)5 
  6. Samþykkt um næturvinnu unglinga í iðnaði (1919)2 
  7. Samþykkt um ákvörðun lágmarksaldurs barna við sjómennsku (1920)5 
  8. Samþykkt um bætur fyrir vinnutjón af völdum skipbrots (1920) 
  9. Samþykkt um ráðningu sjómanna í skiprúm (1920)5 
  10. Samþykkt um lágmarksaldur barna við landbúnaðarstörf (1921)5 
  11. Samþykkt um rétt landbúnaðarfólks til að bindast samtökum og stofna félög (1921) 
  12. Samþykkt um slysatryggingar landbúnaðarverkafólks (1921)2 
  13. Samþykkt um notkun blýhvítu í málningu (1921) 
  14. Samþykkt um vikulega hvíldardaga í iðnaði (1921) 
  15. Samþykkt um ákvörðun lágmarksaldurs unglinga við kyndara- og kolamokarastörf (1921)5 
  16. Samþykkt um skylduskoðun læknis á börnum og unglingum við sjómennsku (1921) 
  17. Samþykkt um slysatryggingu verkamanna (1925)5 
  18. Samþykkt um bætur til verkamanna vegna atvinnusjúkdóma (1925)5 
  19. Samþykkt um jafnan rétt innlendra og erlendra verkamanna til slysabóta (1925) 
  20. Samþykkt um næturvinnu í brauðgerðarhúsum (1925)5 
  21. Samþykkt um að gera einfaldara eftirlitið með útflytjendum um borð í skipum (1926) 5 
  22. Samþykkt um skiprúmssamninga sjómanna (1926) 
  23. Samþykkt um heimsendingu sjómanna (1926)5 
  24. Samþykkt um sjúkratryggingu iðnaðarfólks, verzlunarfólks og heimilishjúa (1927) 5
  25. Samþykkt um sjúkratryggingar landbúnaðarverkafólks (1927)5
  26. Samþykkt um aðferðir til að ákveða lágmarkslaun (1928) 
  27. Samþykkt um að þyngd skuli letruð á þunga hluti, sem fluttir eru með skipum (1929)
  28. Samþykkt um slysavarnir hafnarverkamanna (1929)5
  29. Samþykkt um nauðungarvinnu eða skylduvinnu (1930)
  30. Samþykkt um eftirlit með vinnutíma við verzlun og skrifstofustörf (1930)
  31. Samþykkt um takmörkun vinnutíma í kolanámum (1931)5
  32. Samþykkt um slysavarnir hafnarverkamanna (endurskoðuð 1932)3
  33. Samþykkt um lágmarksaldur barna við önnur störf en iðnað (1932)5
  34. Samþykkt um vinnumiðlunarskrifstofur sem taka greiðslur fyrir störf sín (1933)3)5
  35. Samþykkt um skyldutryggingar fólks, sem vinnur við iðnaðar- eða verzlunarstörf, heimavinnu, heimilisstörf o.fl. (1933)3)5
  36. Samþykkt um skylduellitryggingar landbúnaðarverkafólks (1933)3)5
  37. Samþykkt um skylduörorkutryggingar fólks, sem vinnur við iðnaðar- eða verslunarstörf, heimavinnu, heimilisstörf o.fl. (1933)3)5
  38. Samþykkt um skylduörorkutryggingar landbúnaðarverkafólks (1933)3)5 
  39. Samþykkt um skyldutryggingar til handa ekkjum og munaðarleysingjum, mönnum sem unnið hafa iðnaðar- eða verzlunarstörf, heimavinnu, heimilisstörf o.fl. (1933)3) 5 
  40. Samþykkt um skyldutryggingar til handa ekkjum og munaðarleysingjum og landbúnaðarverkamönnum (1933)3)5 
  41. Samþykkt um næturvinnu kvenna (endurskoðuð 1934)5 
  42. Samþykkt um bætur til verkamanna fyrir atvinnusjúkdóma (endurskoðuð 1934) 5 
  43. Samþykkt um vinnutíma í sjálfvirkum rúðuglerverksmiðjum (1934)5 
  44. Samþykkt um bætur eða styrki til þeirra sem eru atvinnulausir gegn vilja sínum (1934)5  
  45. Samþykkt um vinnu kvenna neðanjarðar í hvers konar námum (1935) 
  46. Samþykkt um takmörkun vinnutíma í kolanámum (endurskoðuð 1935)4 
  47. Samþykkt um fækkun vinnustunda niður í 40 á viku (1935) 
  48. Samþykkt um alþjóðlega skipan til viðhalds réttindum til örorku- og ellitrygginga og trygginga til handa ekkjum og munaðarlausum (1935)3)5 
  49. Samþykkt um styttingu vinnutíma í glerflöskuverksmiðjum (1935)5 
  50. Samþykkt um eftirlit með tilteknum aðferðum við ráðningu verkamanna (1936)5 
  51. Samþykkt um styttingu vinnutíma í fyrirtækjum hins opinbera (1936)3 
  52. Samþykkt um árlegt orlof með launum (1936)
  53. Samþykkt um lágmarkskröfur til hæfni skipstjóra og yfirmanna á kaupskipum (1936) 
  54. Samþykkt um árlegt orlof með launum fyrir farmenn (1936)3)5 
  55. Samþykkt um skyldur útgerðarmanns, er sjómenn veikjast, slasast eða deyja (1936)
  56. Samþykkt um sjúkratryggingar sjómanna (1936)5
  57. Samþykkt um vinnutíma á skipum og stærð áhafnar (1936)5
  58. Samþykkt um lágmarksaldur barna við sjómennsku (endurskoðuð 1936)5
  59. Samþykkt um lágmarksaldur barna í iðnaði (endurskoðuð 1937)2
  60. Samþykkt um lágmarksaldur barna við önnur störf en iðnað (endurskoðuð 1937)
  61. Samþykkt um styttingu vinnutíma í baðmullariðnaðinum (1937)4
  62. Samþykkt um öryggisreglur í byggingariðnaðinum (1937)5
  63. Samþykkt um hagskýrslur um laun og vinnutíma í veigamestu greinum námavinnslu og verksmiðjuiðnaðar, þar á meðal byggingarvinnu svo og landbúnaði (1938)5
  64. Samþykkt um skriflega vinnusamninga innfæddra verkamanna (1939)5
  65. Samþykkt um refsiákvæði við brotum innfæddra verkamanna á vinnusamningi (1939)5
  66. Samþykkt um skráningu, ráðningu og vinnukjör verkafólks, sem flytur milli landa í atvinnuleit (1939)2)3
  67. Samþykkt um vinnutíma og hvíldartíma við flutninga á landi (1939)5
  68. Samþykkt um fæði og þjónustu áhafna á skipum (1946)
  69. Samþykkt um útgáfu hæfnisskírteina fyrir matsveina á skipum (1946)
  70. Samþykkt um félagslegt öryggi sjómanna (1946)5
  71. Samþykkt um eftirlaun sjómanna (1946)
  72. Samþykkt um orlof með launum fyrir farmann (1946)5
  73. Samþykkt um læknisskoðun farmanna (1946)
  74. Samþykkt um hæfnisvottorð fullgildra háseta (1946)
  75. Samþykkt um vistarverur skipverja um borð í skipum (1946)5
  76. Samþykkt um vinnulaun, vinnutíma og mannafla á skipum (1946)5
  77. Samþykkt um læknisrannsóknir til ákvörðunar á hæfni barna og unglinga til iðnaðarstarfa (1946)
  78. Samþykkt um læknisrannsóknir á hæfni barna og unglinga til starfa, sem ekki teljast til iðnaðar (1946)
  79. Samþykkt um takmörkun á næturvinnu barna og unglinga við störf, sem ekki teljast til iðnaðar (1946)
  80. Samþykkt um breytingar á framtíðarskipan á þeim framkvæmdastörfum, sem í samþykktum gerðum á 28 fyrstu allsherjarþingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar eru falin aðalritara Þjóðabandalagsins svo og um frekari breytingar, er leiða af upplausn Þjóðabandalagsins og breytingum á stjórnarskrá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (1946)4     
  81. Samþykkt um vinnueftirlit í iðnaði og verzlun (1947)        
  82. Samþykkt um félagsmálapólitík í ósjálfstæðum löndum (1947)        
  83. Samþykkt um að beita lágmarksákvæðunum um vinnuskyldu í ósjálfstæðum löndum (1947)
  84. Samþykkt um félagafrelsi og sættir í vinnudeilum í ósjálfstæðum löndum (1947)
  85. Samþykkt um vinnueftirlit í ósjálfstæðum löndum (1947)
  86. Samþykkt um hámarkslengd ráðningartíma innfæddra verkamanna (1947)5 
  87. Samþykkt um félagafrelsi og verndun þess (1948) 
  88. Samþykkt um skipulagningu vinnumiðlunar (1948) 
  89. Samþykkt um næturvinnu kvenna í iðnaði (endurskoðuð 1948) 
  90. Samþykkt um næturvinnu ungmenna í iðnaði (endurskoðuð 1948)
  91. Samþykkt um orlof með launum fyrir farmenn (endurskoðuð 1949)3 
  92. Samþykkt um vistarverur skipverja um borð í skipum (endurskoðuð 1949) 
  93. Samþykkt um vinnulaun, vinnutíma og mannafla á skipum (endurskoðuð 1949)5 
  94. Samþykkt um vinnuákvæði í opinberum samningum (1949) 
  95. Samþykkt um verndun vinnulauna (1949) 
  96. Samþykkt um vinnumiðlunarskrifstofur, sem taka laun fyrir störf sín (endurskoðuð 1949) 
  97. Samþykkt um inn- og útflutning fólks í atvinnuleit (endurskoðuð 1949) 
  98. Samþykkt um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega (1949) 
  99. Samþykkt um aðferðir til ákvörðunar á lágmarkslaunum við landbúnaðarstörf (1951) 
  100. Samþykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf (1951) 
  101. Samþykkt um orlof með kaupi í landbúnaði (1952)5 
  102. Samþykkt um lágmark félagslegs öryggis (1952) 
  103. Samþykkt um mæðravernd (1952)5 
  104. Samþykkt um brot innfæddra verkamanna á vinnusamningi (1955)5 
  105. Samþykkt um afnám nauðungarvinnu (1957) 
  106. Samþykkt um vikulega hvíldardaga í verzlunum og skrifstofum (1957) 
  107. Samþykkt um frumbyggja og annað kynþáttafólk eða frumstætt innan sjálfstæðra ríkja (1957)5 
  108. Samþykkt um persónuskírteini sjómanna (1958) 
  109. Samth_nr_109.pdf (1958)5 
  110. Samþykkt um vinnuskilyrði verkamanna á plantekrum (1958) 
  111. Samþykkt um misrétti með tilliti til atvinnu og starfs (1958) 
  112. Samþykkt um lágmarksaldur fiskimanna (1959)5 
  113. Samþykkt um læknisskoðun fiskimanna (1959) 
  114. Samþykkt um skiprúmssamninga fiskimanna (1959) 
  115. Samþykkt um vernd verkamanna fyrir geislun (1960) 
  116. Samþykkt um breytingu á samþykktum gerðum á þrjátíu og tveim fyrstu allsherjarþingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, í því skyni og samræma ákvæðin um skýrslur stjórnar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um framkvæmd samþykkta (1961)4 
  117. Samþykkt um grundvallarmarkmið og reglur í félagsmálum (1962) 
  118. Samþykkt um jafnrétti innlendra og erlendra manna til almannatrygginga (1962) 
  119. Samþykkt um öryggisbúnað véla (1963) 
  120. Samþykkt um heilbrigðisráðstafanir í verzlunum og skrifstofum (1964) 
  121. Samþykkt um bætur vegna slysa við vinnu (1964)
  122. Samþykkt um stefnu í atvinnumálum (1964)
  123. Samþykkt um lágmarksaldur við vinnu neðanjarðar í námum (1965)5 
  124. Samþykkt um læknisskoðun ungmenna með tilliti til hæfni til vinnu neðanjarðar í námum (1965)
  125. Samþykkt um hæfnisskírteini fiskimanna (1966)
  126. Samþykkt um vistarverur í fiskiskipum (1966)
  127. Samþykkt um hámarksþyngd þess, sem verkamaður má bera (1967)
  128. Samþykkt um elli-, örorku- og eftirlifendabætur (1967)
  129. Samþykkt um vinnueftirlit í landbúnaði (1969)      
  130. Samþykkt um læknishjálp og sjúkrabætur (1969)
  131. Samþykkt um ákvörðun lágmarkslauna með sérstöku tilliti til þróunarlanda (1970)
  132. Samþykkt um árlegt orlof með launum (endurskoðað 1970)
  133. Samþykkt um vistarverur skipverja (viðbótarákvæði 1970) 
  134. Samþykkt um slysavarnir sjómanna (1970) 
  135. Samþykkt um vernd og aðstöðu trúnaðarmanna verkamanna á vinnustöðum (1971) 
  136. Samþykkt um varnir gegn eitrunarhættu frá benseni (1971)
  137. Samþykkt um félagsleg áhrif nýrra aðferða við meðhöndlun farms í höfnum (1973)
  138. Samþykkt um lágmarksaldur við vinnu (1973)
  139. Samþykkt um varnir gegn og eftirlit með áhættu í starfi vegna efna, sem valda krabbameini (1974)
  140. Samþykkt um námsleyfi með launum (1974)
  141. Samþykkt um félagssamtök verkafólks í sveitum og þátt þeirra í efnahagslegri og félagslegri þróun (1975)
  142. Samþykkt um starfsfræðslu og starfsþjálfun sem þætti í þróun vinnuafls (1975)
  143. Samþykkt um óhæfilegar aðstæður farandverkamanna og jafnrétti þeirra til atvinnumöguleika og aðbúðar (1975)
  144. Samþykkt varðandi samstarf um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála (1976)
  145. Samþykkt um atvinnuöryggi farmanna (1976)
  146. Samþykkt um árlegt orlof farmanna (1976)
  147. Samþykkt um lágmarkskröfur á kaupskipum (1976)
  148. Samþykkt um verndun verkamanna gegn hættu frá loftmengun, hávaða og titringi á vinnustað (1977)   
  149. Samþykkt um atvinnu, vinnuskilyrði og lífskjör hjúkrunarfólks (1977)
  150. Samþykkt um stjórn vinnumála: hlutverk, starfsemi og skipulag (1978)
  151. Samþykkt um verndun félagafrelsis og aðferðir við ákvörðun starfskjara í opinberri þjónustu (1978)
  152. Samþykkt um öryggi og heilbrigði í hafnarvinnu (1979)
  153. Samþykkt um vinnustundir og hvíldartíma við akstur (1979)
  154. Samþykkt um eflingu sameiginlegra samningsgerða (1981)
  155. Samþykkt um öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi (1981)
  156. Samþykkt um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð (1981)
  157. Samþykkt um stofnun alþjóðlegs kerfis til viðhalds tryggingaréttindum (1982)
  158. Samþykkt um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda (1982)
  159. Samþykkt um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra (1983)
  160. Samþykkt um hagskýrslugerð um atvinnumál (1985)
  161. Samþykkt um heilsugæslu á vinnustöðum (1985)
  162. Samþykkt um öryggi við notkun asbests (1986)
  163. Samþykkt um aðbúnað skipverja á hafi úti og í höfn (1987)
  164. Samþykkt um heilsuvernd og læknishjálp við skipverja (1987)
  165. Samþykkt um félagslegt öryggi skipverja (1987)
  166. Samþykkt um heimsendingu skipverja (1987)
  167. Samþykkt um öryggi og hollustuhætti í byggingariðnaði (1988)
  168. Samþykkt um atvinnuuppbyggingu og vernd gegn atvinnuleysi (1988)
  169. Samþykkt um frumbyggja og ættflokka í sjálfstæðum ríkjum (1989)
  170. Samþykkt um öryggi við notkun efna við vinnu (1990)
  171. Samþykkt um næturvinnu (1990)    .
  172. Samþykkt um vinnuaðstæður á hótelum, veitingastofum og svipuðum stofnunum (1991)
  173. Samþykkt um verndun launakrafna starfsmanna við gjaldþrot atvinnurekanda (1992)
  174. Samþykkt um varnir gegn meiriháttar iðnaðarslysum (1993)
  175. Samþykkt um réttindi þeirra sem vinna hlutastörf (1994)
  176. Samþykkt um öryggi og hollustuhætti í námum (1995)
  177. Samþykkt um heimastörf (1996)
  178. Samþykkt um eftirlit með aðbúnaði og kjörum skipverja (1996)
  179. Samþykkt um skráningu skipverja og ráðningu í skiprúm (1996)
  180. Samþykkt um vinnutíma skipverja og mönnun skipa (1996)
  181. Samþykkt um einkareknar vinnumiðlunarskrifstofur (1997)
  182. Samþykkt um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar aðgerðir til að afnema hana (1999)
  183. Samþykkt um mæðravernd (2000)
  184. Samþykkt um öryggi og hollustu í landbúnaði (2001)
  185. Samþykkt um persónuskírteini sjómanna (2003)
  186. Samþykkt um vinnuskilyrði farmanna (2006)
  187. Samþykkt um að efla öryggi og heilbrigði við vinnu (2006)
  188. Samþykkt um vinnu við fiskveiðar (2007)
  189. Samþykkt um þjónustufólk á heimilum (2011)
  190. Samþykkt um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum (2019) 

Athugasemdir:

1)         Samþykkt sem ekki hefur verið fullgilt af nægilega mörgum aðildarríkjum til að öðlast gildi.

2)        Samþykkt sem hefur verið endurskoðuð með síðari samþykkt.

3)         Samþykkt sem ekki er hægt að fullgilda vegna þess að hún hefur verið endurskoðuð með nýrri samþykkt sem hefur tekið gildi.

4)         Samþykkt hefur ekki verið fullgilt af lágmarksfjölda aðildarríkja til að taka gildi. Ákvæði í nokkrum þeirra hafa verið tekin upp í aðrar síðari samþykktir.

5)         Samþykkt sem ekki er hægt að fullgilda vegna þess að Alþjóðavinnumálaþingið hefur lýst hana úrelta eða fellt hana úr gildi.

Af samþykktum þeim sem taldar eru hér að framan hefur Ísland fullgilt þessar

(Dagsetning á skráningu fullgildingar er innan sviga.)

  1. Nr. 2, um ráðstafanir gegn atvinnuleysi (17. febrúar 1958).
  2. Nr. 11, um rétt landbúnaðarfólks til að bindast samtökum og stofna félög (21. ágúst 1956).
  3. Nr. 15, um ákvörðun lágmarksaldurs unglinga við kyndara- og kolamokarastörf (21. ágúst 1956).
  4. Nr. 29, um nauðungarvinnu eða skylduvinnu (17. febrúar 1958)*.
  5. Nr. 58, um lágmarksaldur barna við sjómennsku (21. ágúst 1956).
  6. Nr. 81, um vinnueftirlit í iðnaði og verslun (24. mars 2009)
  7. Nr. 87, um félagafrelsi og verndun þess (19. ágúst 1950).
  8. Nr. 91, um orlof með launum fyrir farmenn (1952).
  9. Nr. 98, um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega (15. júlí 1952).
  10. Nr. 100, um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf (17. febrúar 1958).
  11. Nr. 102, um lágmark félagslegs öryggis (20. febrúar 1961).
  12. Nr. 105, um afnám nauðungarvinnu (29. nóvember 1960).
  13. Nr. 108, um persónuskírteini sjómanna (26. október 1970).
  14. Nr. 111, um misrétti með tilliti til atvinnu eða starfs (29. júlí 1963).
  15. Nr. 122, um stefnu í atvinnumálum (22. júní 1990).
  16. Nr. 129, um vinnueftirlit í landbúnaði (24. mars 2009).
  17. Nr. 138, um lágmarksaldur til vinnu (6. desember 1999).
  18. Nr. 139, um varnir gegn og eftirlit með krabbameinsvaldandi efnum (21. júní 1991).
  19. Nr. 144, varðandi samstarf um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála (30. júní 1981).
  20. Nr. 147, um lágmarkskröfur á kaupskipum (11. maí 1999).
  21. Nr. 155, um öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi (21. júní 1991).
  22. Nr. 156, um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð (22. júní 2000).
  23. Nr. 159, um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra (22. júní 1990).
  24. Nr. 182, um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd og tafarlausar aðgerðir til að afnema hana (22. júní 2000).
  25. Nr. 186, um vinnuskilyrði farmanna (mars. 2019).

 

*)        103. Alþjóðavinnumálaþingið afgreiddi bókun við samþykkt nr. 29, um

Alþjóðavinnumálastofnunin

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum