Hoppa yfir valmynd

Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum heyra undir félagsmálaráðuneytið sem fer með yfirstjórn mála samkvæmt lögunum. Vinnueftirlit ríkisins annast stjórnsýslu og eftirlit á því sviði er lögin ná til. Vinnueftirlit ríkisins er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir það starf sitt meðal annars á samþættingu rannsókna, fræðslu, forvarna og eftirlits. Ráðherra skipar stjórn Vinnueftirlits ríkisins til fjögurra ára í senn. 

Með lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er leitast við að:

  1. tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu,
  2. tryggja skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og í samræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.

Heimilt er að kæra til félagsmálaráðuneytisins ákvarðanir Vinnueftirlits ríkisins sem teknar eru á grundvelli laganna innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðunina. Úrskurðir ráðuneytisins fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun.
Vinnuvernd er mikilvægur hluti af samfélaginu. Öryggi og heilbrigði við vinnu eru mikilsverð lífsgæði fyrir þátttakendur á vinnumarkaði.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 9.3.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum