Unndís
Brú milli atvinnurekenda og fólks með mismikla starfsgetu
Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi 1. september 2025. Það miðar að því að:
- Draga úr hindrunum fyrir fólk með mismikla starfsgetu
- Stuðla að þátttöku á vinnumarkaði – fyrir þau sem vilja og geta
Markmiðið er að fleiri fái raunverulegt tækifæri til að vinna – hvort sem um ræðir:
- Fólk með sérfræðiþekkingu sem misst hefur starfsgetu
- Fólk með þroskahömlun
- Fólk með geðraskanir
- Fólk af öllum stærðum og gerðum
Hlutverk Unndísar er að veita atvinnurekendum öfluga ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgni til að stuðla að auknum atvinnutækifærum fyrir fólk með mismikla starfsgetu.
Spurt og svarað
Unndís er verkefni sem hvetur til og aðstoðar við breytingar. Hún hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að taka með opnum örmum á móti fólki með mismikla starfsgetu og skapa vinnustaði þar sem allir geta notið sín.
Verkefnið byggir á aðferð sem Sameinuðu þjóðirnar hafa þróað og kallast UNDIS – stefna um inngildingu fatlaðs fólks. Hér á Íslandi hafa ÖBÍ réttindasamtök og Vinnumálastofnun tekið þessa hugmynd og lagað hana að íslenskum aðstæðum.
Markmiðið með Unndísi er að styðja við vinnustaði sem vilja vera opnir, sanngjarnir og fjölbreyttir. Til þess er notað einfalt verkfæri með matskerfi sem hjálpar atvinnurekendum að greina tækifæri – og gera ráðningar að góðri og raunhæfri lausn fyrir alla.
- Framkvæmd stöðumats með matskvarða Unndísar á öllum þeim þáttum á vinnustað sem styðja við atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu.
- Rýni jafnréttisáætlunar með tilliti til inngildingar.
- Rýni á tækifærum vinnustaðar til að fjölga störfum fyrir þann hóp sem hér er undir, til dæmis með fjölgun hlutastarfa.
- Gerð aðgerðaáætlunar sem miðar að ráðningum.
- Endurmat með reglubundnum hætti.
- Utanumhald og kynningu á Unndísi og þjónustu við vinnustaðinn við innleiðingu verkefnisins.
- Mat á stöðu inngildingar vinnustaðarins með matstæki Unndísar.
- Ráðgjöf við að rýna atvinnutækifæri innan stofnunarinnar eða fyrirtækisins.
- Fræðslu um viðeigandi aðlögun á vinnustað.
- Stuðning við ráðningu í störf og eftir atvikum eftirfylgd með ráðningu.
- Stuðning við gerð tímaáætlunar og aðgerðaáætlunar vegna innleiðingarinnar.
- Mat á stefnu og árangri innleiðingar (inngilding fólks með mismikla starfsgetu skrifuð inn í jafnréttisstefnu).
- Endurgjöf og aðstoð við að ná betri árangri þar sem það á við.
- Já, atvinnurekendur munu geta fengið styrk vegna ráðningar fólks sem fær greiddan hlutaörorkulífeyri þegar nýja örorkulífeyriskerfið tekur gildi. Hlutaörorkulífeyrir er nýmæli og fyrir þau sem eru metin með 25-50% getu til virkni á vinnumarkaði.
- Styrkirnir verða miðaðir við grunnatvinnuleysisbætur í samræmi við starfshlutfall, auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Unnið er að útfærslu á því hversu lengi styrkirnir greiðast.
- Vinnustaðaþjálfun: Atvinnurekendur munu geta fengið styrk til að leiðbeina viðkomandi einstaklingum á vinnustaðnum.
- Ef þú ert með skerta starfsgetu, gæti verið gott að kynna sér nýju reglurnar um örorkulífeyri.
- Nýja kerfið býður upp á fleiri möguleika fyrir fólk sem getur unnið eitthvað, en ekki fullt starf. Ef þú ert metin(n) með 26–50% starfsgetu geturðu átt rétt á svokölluðum hlutaörorkulífeyri.
- Það sem er nýtt og jákvætt er að þú mátt hafa allt að 350.000 kr. í mánaðarlegar tekjur án þess að greiðslurnar frá Tryggingastofnun skerðist.
- Þú getur líka fengið virknistyrk á meðan þú ert að leita að vinnu – með stuðningi frá Vinnumálastofnun.
.jpg?proc=MediumImage)
Hvernig kemst ég í samband við Unndísi?
Það er einfalt! Hafðu samband við Vinnumálastofnun:
- Sendu tölvupóst á netfangið: [email protected]
- Eða hringdu í síma 899-2876
Það gildir hvort sem þú starfar hjá fyrirtæki, opinberum aðila eða félagasamtökum. Við hjálpum þér að taka næstu skref.
Framtíðin er fjölbreytt
Unndís og starfsfólk Vinnumálastofnunar ætla að leggja sig fram við að para saman atvinnurekendur og einstaklinga með skerta starfsgetu. Þetta eru spennandi tímar þar sem ný hugsun og ný nálgun skapa raunveruleg tækifæri fyrir okkur öll.
Öldrunarmál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.