Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.07. Störf án staðsetningar

Verkefnið er í vinnslu

Tengiliður    Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
                      [email protected]

Fréttir

24.07.19 Elín Valgerður Margrétardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Eydís Eyjólfsdóttir frá forsætisráðuneyti og Ingilín Kristmannsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti skipa framkvæmdastjórn verkefnisins

14.06.19 Verkefnahópur skipaður um störf án staðsetningar 

 

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki í ráðuneytum. 

Ráðuneyti og stofnanir skilgreini störf sem geta verið án sérstakrar staðsetningar þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Þegar slíkt starf er auglýst skal vakin athygli á að um starf án staðsetningar sé að ræða. Verði starfsmaður ráðinn sem býr utan daglegrar vinnusóknar frá viðkomandi ráðuneyti/stofnun leitist vinnuveitandi við að finna viðunandi starfsaðstöðu nærri heimili. Fyrir árslok 2019 skal hvert ráðuneyti hafa skilgreint hvaða störf verður hægt að vinna utan ráðuneytis. Fyrir árslok 2021 skulu 5% auglýstra starfa vera án staðsetningar og í árslok 2024 skulu 10% auglýstra starfa vera án staðsetningar. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda starfa í einstökum ráðuneytum og stofnunum sem eru unnin utan veggja þeirra borið saman við 1. janúar 2018. 

  • Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Ráðuneyti og stofnanir. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun, sveitarfélög og stofnanir á landsbyggðinni. 
  • Tímabil: 2018–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: Fjármála- og efnahagsráðuneyti. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira