Hoppa yfir valmynd
15. maí 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Mótum framtíð - stefnur og straumar í félagslegri þjónustu

Mótum framtíð - Auglýsing
Mótum framtíð - Auglýsing

Félagsmálaráðuneytið stóð fyrir ráðstefnu á Nordica hótel dagana 29. og 30. mars 2007 í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands, Ís-Forsa og fjölmarga hagsmunaaðila sem láta sig varða félagslega þjónustu.

Á ráðstefnunni var sjónum meðal annars beint að samþættingu félagslegrar þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Kynnt voru viðhorf ríkis, sveitarfélaga og hagsmunasamtaka til framtíðarmarkmiða og skipan þjónustunnar. Kynnt voru fjölmörg verkefni sem unnið er að og reynst hafa vel í framkvæmd félagslegrar þjónustu á Íslandi. Ný stefna ráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna var kynnt og þróun aukinnar þjónustu við geðfatlað fólk.

Þá vöktu athygli fyrirlestrar frá Norðurlöndunum þar sem fjölmargar nýjungar voru kynntar.

Þeim sem þess óskuðu stóð til boða að efna til kynninga á nýjum verkefnum og viðfangsefnum í forsal aðalráðstefnusalar hótelsins með veggspjöldum og öðrum hætti.

Ráðstefnan var opin öllum, lærðum sem leikum, sem láta sig varða félagslega þjónustu og er aðgangur ókeypis.

Markmið með ráðstefnunni var að koma á framfæri því sem efst er á baugi og nýstárlegast í félagslegri þjónustu á Íslandi og öðrum ríkjum Norðurlanda. Í hléum var kraftmikil tónlist í boði og aðrir listrænir viðburðir.

Að lokinni dagskrá var móttaka í boði Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra.

Dagskrá

Skjal fyrir Acrobat ReaderMótum framtíð - Dagskrá

 

Erindi

Hlutverk og starfsemi Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar.
Breyttur lífsstíll. Tækifæri fyrir alla.
Þróun vinnureglna varðandi þvingun og valdbeitingu hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi.
Framvinda framkvæmdaáætlunar í málefnum geðfatlaðs fólks 2006-2010.
Þjónusta við geðfatlað fólk - ný viðhorf, nýjar leiðir, kynning á rannsóknarniðurstöðum.
Grettistak - á vegum Reykjavíkurborgar.
Rafrænt upplýsingakerfi - ný tækifæri í áætlanagerð.
Hlutverk hagsmunasamtaka í ljósi framtíðar.
Að meta árangur í velferðarþjónustu.
Hvað er Rauði krossinn að gera í málefnum geðfatlaðra?
Þróun gæðamats í félagslegri þjónustu í Reykjavík.
Samþætting heilbrigðisþjónustu við skólakerfi og félagslega þjónustu.
Samþætting félagslegrar þjónustu.
Gildi félagslegra sjónarhorna og hugtaka í félagslegri þjónustu.
Ný viðhorf og nýjar leiðir í málefnum geðfatlaðs fólks í ljósi þjóðfélagsbreytinga.
Lífsstíll og heilsufar kvenna með þroskahömlun.
Samþætting ráðgjafarþjónustu við fatlað fólk og annarrar ráðgjafarþjónustu.
Kynning á störfum trúnaðarmanns fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi.
Fötluð börn og barnavernd - könnun á samskiptum þjónustukerfa.
Kynning á námskeiði fyrir starfsfólk félagsþjónustu Hornafjarðar.
Hlutverk hagsmunasamtaka í ljósi framtíðar.
Kynfræðsla en ekki kynhræðsla.
Þróun samhæfðs árangursmats í félagslegri þjónustu í Reykjavík.
Stefna í mannauðsmálum Svæðisskrifstofu Suðurlands.
Er samþætting félagslegrar þjónustu raunverulegur kostur?
Rannsóknir á málefnum aldraðra.
Kynning á verkefni um samstarf Íslands við Grænland, Færeyjar og Norður-Noreg.
Mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar.
Samþætting þjónustu við fötluð börn og fullorðna - nýir tímar, ný sýn.
Samfélagslegt hlutverk og ábyrgð íslenskra fyrirtækja.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum