Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2019 Forsætisráðuneytið

Dagskrá forsætisráðherra 21. - 27. janúar 2019

Mánudagur 21. janúar

Kl. 10:00    Ráðherranefnd um ríkisfjármál.
Kl. 11:00    Ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálamarkaðarins.
Kl. 12:00    Hádegisverðarfundur með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.
Kl. 13:00    Þingflokksfundur.
Kl. 13:15    Fundur með sveitarstjórn Reykhólahrepps.
Kl. 15:00    Almennar stjórnmálaumræður á Alþingi.
Kl. 18:30    Flutti ávarp á málþingi norrænna vinstri flokka á Grand hótel.

Þriðjudagur 22. janúar

Kl. 09:30    Ríkisstjórnarfundur.
Kl. 11:00    Samráðsfundur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.
Kl. 13:30    Óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi.
Kl. 15:00    Fundur með Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og Tryggva Hallgrímssyni, sérfræðingi hjá Jafnréttisstofu.
Kl. 17:00    Fundur hjá stjórnarskrárhóp VG.
Kl. 19:00    Viðtal í Kastljósinu á RÚV vegna niðurstöðu átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði.

Miðvikudagur 23. janúar

Kl. 12:00    Fundur með forsætisnefnd og formönnum þingflokka.
Kl. 13:00    Þingflokksfundur.
Kl. 15:15    Fundur með borgarstjóra og bæjarstjórum á Höfuðborgarsvæðinu.
Kl. 16:30    Móttaka í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í tilefni af útgáfu skýrslu átakshóps í húsnæðismálum og opnun vefsins tekjusagan.is.

Fimmtudagur 24. janúar

Kl. 07:30    Flug til Helsinki í Finnlandi vegnar fundar norrænna forsætisráðherra (N5) og norrænna umhverfisráðherra um loftslagsmál.
Kl. 15:00    Heimsókn í Aalto-háskólann í Helsinki.
Kl. 17:00    Fundur með systurflokki VG í finnska þinghúsinu.
Kl. 19:30    Kvöldverður í sendiráðsbústað Íslands í Helsinki.

Föstudagur 25. janúar

Kl. 10:00    Tvíhliðafundur með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands.
Kl. 11:30    Heimsókn í Öndvegissetur um fjölþátta ógnir.
Kl. 13:15    Vinnuhádegisverður norrænna forsætisráðherra.
Kl. 14:15    Umræður og samþykkt á sameiginlegri yfirlýsingu.
Kl. 15:25    Sameiginlegur blaðamannafundur norrænna forsætisráðherra.
Kl. 17:45    Flug heim til Íslands frá Helsinki.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira