Hoppa yfir valmynd
14. september 2024

Alþingi býður í heimsókn 14. september

Almenningi gefst kostur á að skoða Alþingishúsið og Smiðju, nýja skrifstofubyggingu Alþingis, laugardaginn 14. september. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram í leiðsögn um Alþingishúsið en ekki þarf að skrá sig í heimsókn í Smiðju.

Opið hús í Smiðju kl. 14–17

Opið hús verður á fyrstu hæð Smiðju kl. 14–17. Til sýnis verða munir sem fundust við fornleifarannsóknir á Alþingisreit áður en húsið var byggt og fjölbreytt fræðslu- og kynningarefni verður sýnt á skjám. Forseti Alþingis og fleiri þingmenn verða á staðnum.

Gengið er inn um aðalinngang Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis. Ekki þarf að bóka sig sérstaklega í opna húsið.

Leiðsögn í Alþingishúsinu kl. 9–12 og 14–17 (bókað fyrirfram)

Jafnframt verður boðið upp á leiðsögn um Alþingishúsið kl. 9–12 og 14–17. Hleypt er inn í leiðsögn um þinghúsið á 20 mínútna fresti, hámark 35 manns í senn, og tekur hver leiðsögn 30 mínútur. 

Gengið er inn um aðalinnganginn í Skála, við hlið Alþingishússins. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Skráning í leiðsögn

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta