Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Svíþjóðar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar - myndSigurjón Ragnar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra átti í dag tvíhliða fund með Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.

Forsætisráðherra og forsætisráðherra Svíþjóðar heimsóttu Hellisheiðarvirkjun ásamt fylgdarliði þar sem sænska sendinefndin kynnti sér þau tækifæri sem felast í nýtingu jarðvarma til húshitunar og rafmagnsframleiðslu. Að heimsókn lokinni var farið í Hveragerði þar sem ráðherrarnir áttu fund. Þar ræddu þau samnorrænar aðgerðir Norðurlandanna á sviði loftslagsmála, formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu, stjórnmálaástandið í löndunum, þróun efnahagsmála, Evrópusamvinnu og kjarnorkuafvopnun. 

Fundurinn er í tengslum við sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna sem hefst formlega á morgun. Á fundunum verður m.a. fjallað um samnorrænar aðgerðir Norðurlandanna á sviði loftslagsmála og umhverfismála almennt, nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til næstu 10 ára, málefni Norðurslóða, stöðu mannréttindamála, þ.m.t. jafnréttismála, stöðu alþjóðamála og öryggismál. Sérstaklega verður horft til tækifæra til þess að auka samstarf Norðurlandanna og Þýskalands til að takast á við áskoranir á alþjóðavettvangi, ekki hvað síst afleiðingar loftslagsbreytinga og stuðning við sjálfbæra þróun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira