Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.07. Óstaðbundin störf

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður   

Hólmfríður Sveinsdóttir, innviðaráðuneytinu - [email protected] 

Fréttir

25.03.24 - Mögulegt væri að auglýsa 12% starfa hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem óstaðbundin. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði fyrir framkvæmdahóp um innleiðingu stefnu stjórnvalda um óstaðbundin störf. Í könnuninni komu einnig fram áhyggjur stjórnenda af auknum kostnaði sem óstaðbundin störf gætu haft í för með sér.

Óstaðbundin störf stuðla að búsetufrelsi

15.05.23 Ríkisstjórnin samþykkti í lok janúar 2023 að skipa framkvæmdahóp til að annast framkvæmd aðgerðarinnar. Hópurinn tók til starfa í apríl og hann skipa Aðalsteinn Þorsteinsson frá innviðaráðuneyti, Aldís Magnúsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Dagný Jónsdóttir frá forsætisráðuneyti.

27.01.22 Í febrúar 2020 fengu allar ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu sniðmát um greiningu starfa. 78% skiluðu greiningu þar sem fram kom að mögulegt væri að auglýsa um 890 störf án staðsetningar eða 13% stöðugilda. Þá hefur verið gerð könnun meðal forstöðumanna um viðhorf til aðgerðarinnar. Í september 2021 gáfu fjármálaráðuneyti, forsætisráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti út skýrslu um störf án staðsetningar þar sem settar eru fram tillögur. Þá hefur Byggðastofnun safnað upplýsingum um mögulegar starfsstöðvar og gert aðgengilegt á vefsíðu sinni. Árið 2021 var gerður samningur um þróun aðstöðu á Selfossi fyrir störf án staðsetningar og lagt til hans 30 m.kr. á þremur árum. Í nýjum stjórnarsáttmála og í tillögu til þingsályktunar að stefnumótandi byggðaáætlun er aðgerðin tekin lengra þar sem gengið er út frá því að öll störf sem ekki eru staðbundin í eðli sínu verði skilgreind án tiltekinnar staðsetningar þannig að búseta hafi ekki áhrif á val starfsfólks.

07.09.21 Skýrsla gefin út um störf án staðsetningar

Kortlagning á húsnæði fyrir störf án staðsetningar

18.12.20 Framkvæmdastjórn FOR, FJR og SRN er að störfum og útbjó í samvinnu við fulltrúa allra ráðuneyta sniðmát um greiningu starfa sem sent var öllum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu í febrúar 2020. 78% stofnanna skiluðu greiningu þar sem fram kemur að mögulegt væri að auglýsa um 890 störf án staðsetningar eða 13% stöðugilda. Byggðastofnun hefur safnað upplýsingum um mögulegar starfsstöðvar og gert aðgengilegt á vefsíðu sinni.

17.02.20 Helgina 15. - 16. febrúar fór fram hakkaþon háskólanema þar sem Byggðastofnun lagði fram áskorun úr stefnumótandi byggðaáætlun, byggða á aðgerð B.7. Störf án staðsetningar. Markmiðið var að komast að því hvernig hægt væri að búa svo um að ákjósanlegt yrði fyrir ungt og menntað fólk að búa og starfa á landsbyggðinni. Horfa átti m.a. til samfélagslegra, tæknilegra og félagslegra þátta við úrlausn áskorunarinnar. Það teymi sem hlaut vinninginn fyrir bestu úrlausnina var liðið ,,Byggðafjarðarvinnsla" en þau bjuggu til þjálfunaráætlun fyrir opinberar stofnanir og ráðuneyti um hvernig eigi að hafa starfsfólk án staðsetningar.

Sex teymi þreyttu áskorun Byggðastofnunar á hakkaþoni háskólanema

Minnisblað Byggðastofnunar um keppnina til verkefnahóps um störf án staðsetningar

24.07.19 Elín Valgerður Margrétardóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Eydís Eyjólfsdóttir frá forsætisráðuneyti og Ingilín Kristmannsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti skipa framkvæmdastjórn verkefnisins.

Áætlað að ráðuneyti og stofnanir ríkisins hafi greint störf sem vinna má án tiltekinnar staðsetningar, fyrir lok árs 2019. Byggðastofnun hefur safnað upplýsingum um mögulegar starfsstöðvar.

14.06.19 Verkefnahópur skipaður um störf án staðsetningar

Verkefnið 

Markmið: Að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni.

Stutt lýsing: Störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega, þannig að búseta hafi ekki áhrif á ráðningar. Tekið verði saman yfirlit um fjölda starfsstöðva/-rýma og fjölda ríkisstarfa sem eru óháð staðsetningu. Í kjölfarið verði sett markmið um fjölgun vinnurýma og óstaðbundinna starfa með sem jafnastri dreifingu um landið. Byggðir verði upp vinnustaðaklasar í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra aðila eftir atvikum þannig að góð vinnuaðstaða verði í boði sem víðast um landið. Skoðað verði hvort Byggðastofnun geti boðið lán með veði í slíkum klösum. Settir verði upp samkeppnispottar til að styðja annars vegar við uppbyggingu vinnustaðaklasa og hins vegar við einskiptiskostnað vegna starfa sem staðsett verða í skilgreindum vinnustaðaklösum eða annars staðar utan atvinnusóknar höfuðborgarsvæðisins. Árangur aðgerðarinnar verði metinn út frá fjölda vinnurýma og dreifingu þeirra um landið. Þá verði fylgst með nýtingu þeirra og fjölbreytni starfa.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið í samstarfi við forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun í samstarfi við ráðuneyti og ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Sveitarfélög, samtök þeirra og fyrirtæki.
  • Tímabil: 2022-2026. 
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Stefna í málefnum sveitarfélaga 2019–2033.
  • Tenging við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undir¬markmið 9.1, 9.4 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 298 millj. kr. af byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Mannauðsmál ríkisins
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum