Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Vinna við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum miðar að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar skv. Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030. 

Vinnan er leidd af umhverfis- og auðlindaráðherra, en fulltrúar sex annarra ráðherra koma að vinnu verkefnisstjórnar.

Með áætluninni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti.

Vinna að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum byggir að nokkru á sambærilegri vinnu sem fram fór árið 2017. Þar var m.a. lögð mikil áhersla á samráð sem horft verður til í yfirstandandi vinnu við aðgerðaáætlun, þ.m.t. innsendar tillögur sem þá bárust.

Áætlunin á að liggja fyrir á vormánuðum 2018.

Frekari upplýsingar

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn