Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
Vísindin sýna fram á hraðar breytingar á vistkerfum jarðar. Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans.
Ísland hefur sett sér skýr markmið í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum er safn aðgerða sem við ráðumst í til þess að ná þeim markmiðum. Aðgerðirnar eru alls 50 talsins - vinna hafin við þær allar og eru 47 þeirra komnar vel á veg eða í framkvæmd.
Aðgerðirnar eru ólíkar og misjafnar að umfangi. Allar eru þær raunhæfar, nauðsynlegar og skipta máli.
Aðgerðaáætlunin var gefin út árið 2020 og fyrsta stöðuskýrslan kom út í september 2021.
Sjá aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í heild sinni.
* Staða aðgerðaáætlunar í ágúst 2023
Aðgerðir
Við höfum nú þegar hrint ríflega helmingi aðgerðanna í framkvæmd. Fjölmargar eru síðan í undirbúningi. Viltu sjá þær allar?
Það helsta
Hér getur þú séð það helsta í aðgerðaáætluninni – tölur, myndir og markmið.
Spurt og svarað
Hversu miklu skilar áætlunin? Hvaða aðgerðir eru í mótun? Hvernig tengjast F-gös lífi mínu? Og hvað eru beinar skuldbindingar?
Undirbúningur
Unnið var úr fjölda umsagna um fyrstu útgáfu áætlunarinnar, samráðsfundir haldnir og áætlunin send Loftslagsráði til rýni.

Markmið og skuldbindingar
Ísland er aðili að Loftslagssamningi SÞ og öll útfærsla markmiða í loftslagsmálum hér á landi tekur mið af alþjóðlegu og evrópsku regluverki.

Fjármögnun
Fjármagnið fer í margvíslegar aðgerðir, svo sem uppbyggingu hraðhleðslustöðva, niðurfellingu VSK á reiðhjólum, kolefnisbindingu og fræðsluverkefni.
Útreikningar
Umfangsmikil vinna hefur átt sér stað við mat á ávinningi aðgerða við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi.

Hvað næst?
Aðgerðir verða uppfærðar og viðamikil eftirfylgni er með þeim til að tryggja að losunarmarkmið náist.