Hoppa yfir valmynd

F-gös og efnanotkun

Tveimur aðgerðum er ætlað að draga úr losun frá F-gösum

Þróun losunar gróðurhúsalofttegunda frá F-gösum, þúsund tonn CO2-ígilda

Tveimur aðgerðum er ætlað að draga úr losun frá F-gösum

Mynd . Losun gróðurhúsalofttegunda frá F-gösum og efnanotkun árin 2005 og 2018 og áætluð losun 2030 með aðgerðum. 

Tæknilega einfalt að ná miklum samdrætti

Losun frá F-gösum og efnanotkun   

Undir þennan flokk fellur losun vegna notkunar á flúoruðum gróðurhúsalofttegundum (F-gösum) og öðrum efnum í iðnaði. F-gös eru öflugar gróðurhúsalofttegundir sem eru einkum notuð sem kælimiðlar í fiskiskipum, stórverslunum og víðar en finnast líka til að mynda í loftræstingum og varmadælum. Undir aðra efnanotkun fellur til að mynda losun vegna leysiefna.

Losunin frá F-gösum og annarri efnanotkun var 127 þúsund tonn árið 2005 og 183 þúsund tonn árið 2018. Með aðgerðum í aðgerðaáætlun og þróun samkvæmt grunnsviðsmynd er áætlað að losun árið 2030 verði komin niður í 140 þúsund tonn CO2-ígilda. Það er 10% aukning miðað við árið 2005 en 23% samdráttur miðað við 2018.

F-gös eru gróðurhúsalofttegundir sem innihalda frumeindir flúors. F-gös tilheyra flest flokki vetnisflúorkolefna (HFC) og perflúorkolefna (PCF) en önnur efni s.s. niturtríflúoríð (NF3) teljast einnig til F-gasa. F-gös eru manngerð og brýnt að hraða útskiptingu þeirra sem allra mest þar sem þau hafa margfalt meiri hnatthlýnunarmátt en koltvíoxíð (CO)og þar af leiðandi meiri gróðurhúsaáhrif.

Frá árinu 1990 til ársins 2010 var töluverð losun frá efnaiðnaði og steinefnaiðnaði hér á landi en framleiðslu efnanna var síðan hætt. Sementsverksmiðjan á Akranesi hætti starfsemi og sömuleiðis Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. Þróunin hvað varðar F-gös og aðra efnanotkun er þannig gjörólík, líkt og sést á myndinni að neðan. Losun frá F-gösum var engin árið 1990 en jókst svo þegar þau voru innleidd í stað ósoneyðandi kæliefna. Aukningin varð mjög mikil á skömmum tíma en F-gösin eru notuð bæði í vörum og iðnaði.

Mikill samdráttur hefur verið í losun vegna efnanotkunar frá 1990 en losun frá F-gösum hefur stóraukist, sérstaklega frá 2005

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna F-gasa og efnanotkunar 1990-2030, þúsund tonn CO2 -ígilda

Mikill samdráttur hefur verið í losun vegna efnanotkunar frá 1990 en losun frá F-gösum hefur stóraukist, sérstaklega frá 2005

Mynd . Söguleg losun gróðurhúsalofttegunda frá F-gösum og efnanotkun og þróun losunar með aðgerðum.

Aðgerðir

Aðgerð 
Staða
Losunaráhrif 2030 
D.1 Reglugerð um F-gös
Í framkvæmd
-55 þúsund tonn CO2-ígildi
D.2 Skattlagning á F-gös
Í framkvæmd
Sjá D.1

Aðgerðir í þessum flokki hafa verið útfærðar og eru þegar komnar til framkvæmda. Reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-gös) tók gildi 2010. Breyting sem gerð var á reglugerðinni í lok árs 2018 hefur í för með sér að dregið verður í þrepum úr því magni F-gasa sem heimilt verður að flytja til landsins. Skattlagning á F-gös hófst í byrjun árs 2020 og hraðar enn frekar nauðsynlegri útskiptingu flúoraða gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisvænni lausnir eru þegar fyrir hendi í stað F-gasa og tæknilega einfalt að skipta þeim út. Þar sem losun vegna efna í iðnaði er sem fyrr segir afar lítil er engri aðgerð hér í aðgerðaáætluninni ætlað að taka sérstaklega á henni.

Til mikils er að vinna að ná að hraða útfösun F-gasa og því verður fylgst vel með möguleikum á frekari samdrætti með hertari aðgerðum varðandi þetta.

Ítarleg umfjöllun um aðgerðirnar er í Viðauka I: Lýsing á einstaka aðgerðum.

Árangursmælikvarðar

Hlutfall F-gasa með lágum, miðlungs og háum hnatthlýnunarmætti.
Innflutt magn F-gasa eftir gastegund
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum