Hoppa yfir valmynd
E. Landbúnaður

Lýsing

1. E. Loftslagsvænn landbúnaður. Aðgerðin felur í sér heildstæða ráðgjöf og fræðslu fyrir bændur um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og aukið kolefnisbindingu á búum sínum og jörðum.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður hefur að markmiði að bændur sem taka þátt í verkefninu fái heildstæða ráðgjöf og fræðslu um það hvernig draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar. Í verkefninu gera þátttakendur aðgerðaáætlun þar sem fram kemur hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum til að draga úr losun og auka bindingu. Einnig fá þeir stuðning og eftirfylgni til að framfylgja áætlunum sínum, þ.m.t. hvatagreiðslur.

 

Verkefninu er stýrt í samstarfi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fjármagnar og er ábyrgt fyrir verkefninu og hefur fjárveiting til þess verið 20 m.kr. Að auki hefur umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið veitt allt að 500.000 kr. stuðningsgreiðslu á ári til hvers þátttakanda í verkefninu. Matvælaráðuneytið kemur einnig að fjármögnun verkefnisins frá árinu 2021.

Framkvæmd

Bændum er veitt heildstæð ráðgjöf og fræðsla í gegnum sérstakt verkefni sem ber nafnið Loftslagsvænni landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og vegna landnýtingar. Einnig að auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri.

Haldin eru námskeið sem eru opin eru öllum bændum og hafa að markmiði að efla almenna þekkingu og auka áhuga bænda á loftslagsmálum. Þátttakendur fá leiðsögn við gerð áætlunar sem miðar að því að minnka kolefnisfótspor frá búum þeirra og byggist á gögnum frá hverju og einu búi.  

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Fjöldi býla sem taka þátt í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður.

43 býli haustið 2021.

Áhrif á ríkissjóð

Kostnaður kemur af fjármagni sem sérstaklega er eyrnamerkt loftslagsmálum. Gert er ráð fyrir að á árunum 2022-2024 verði allt að 30 milljónum króna varið árlega til reksturs verkefnisins og veitt stuðningsgreiðslum til allt að 60 þátttakenda.

Áhrif á losun

Ekki er að svo stöddu hægt að meta þann samdrátt sem verður vegna aðgerðarinnar.

Þess má vænta að aðgerðin geti rutt leiðina fyrir aðra bændur og ýtt undir breytingar í búrekstri sem leiða til minni losunar. Væntur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna verkefnisins mun meðal annars birtast í aðgerðum um bætta nýtingu og meðhöndlun áburðar og bætta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun. Væntur samdráttur gæti einnig birst í samdrætti í losun frá vélum og tækjum auk þess sem hann mun birtast í aðgerðum um kolefnisbindingu og bætta landnotkun.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum