Hoppa yfir valmynd

H.3 Þátttaka í alþjóðlegu kerfi um samdrátt í losun frá flugi

H. ETS: Flug og iðnaður

Lýsing

Aðgerðin felur í sér þátttöku Íslands í nýju alþjóðlegu kerfi um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Undirbúningur fyrir þátttöku í alþjóðlegu kerfi um samdrátt í losun frá flugi (CORSIA-kerfinu) stendur yfir. Í upphafi er um sjálfviljuga þátttöku ríkja að ræða og tekur Ísland þátt í kerfinu frá byrjun. Flugrekendur á Íslandi eru þegar farnir að safna gögnum þessu tengdum. Kerfið verður innleitt í Evrópu með breytingum á regluverki ETS-kerfisins sem skýrir af hverju aðgerðin tilheyrir þessum flokki aðgerðaáætlunarinnar.

Nú þegar er búið að innleiða í íslensk lög þrjár reglugerðir ESB um vöktunarskyldu flugrekenda vegna alþjóðaflugs samkvæmt CORSIA-kerfinu.  

ESB vinnur að endurskoðun á tilskipun ESB um ETS-kerfið um frekari innleiðingu CORSIA-kerfisins sem verður innleidd í íslensk lög þegar hún verður hluti EES-samningsins.

Framkvæmd

Ísland tekur þátt í nýju alþjóðlegu kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi, CORSIA (e. Carbon Offsetting and Reduction Scheme for International Aviation). CORSIA hefur það að markmiði að ná fram kolefnishlutlausum vexti í alþjóðaflugi frá og með árinu 2020 með kolefnisjöfnun og losun koltvísýrings í gegnum sérstök verkefnavottorð. Umfang CORSIA nær til flugrekenda sem losa meira en 10.000 tonn af koltvísýringi frá alþjóðaflugi með loftförum með hámarksflugtaksmassa yfir 5.700 kg.

CORSIA verður innleitt í nokkrum skrefum. Í upphafi er um að ræða sjálfviljuga þátttöku og mun Ísland taka þátt í kerfinu frá byrjun ásamt öllum öðrum ríkjum í samtökum evrópskra flugmálayfirvalda (ECAC). Fyrst er tveggja ára tímabil á milli 2019 og 2020 þar sem grunnlosun er ákvörðuð og mun öll losun umfram hana vera losunin sem telst til kolefnisjöfnunar í framhaldinu. Síðan taka við tvö þriggja ára tímabil (2021-2026) þar sem lönd geta sjálfviljug tekið þátt áður en þátttakan verður bindandi. Á þessari stundu hafa 81 ríki skuldbundið sig til þátttöku af frjálsum vilja fyrir árin 2021-2026. Í þessum ríkjum er meira en 76% allrar alþjóðlegrar flugumferðar. Frá ársbyrjun 2019 hafa flugrekendur í umræddum ríkjum vaktað losun CO2 frá alþjóðaflugi.

CORSIA-kerfið verður innleitt hér á landi í gegnum evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) með breytingum á lögum um loftslagsmál. Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir breytingunum á vorþingi 2020.

Ábyrgð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Innleiðingu á reglugerðum tengdum CORSIA sé lokið.

Innleiðingu er lokið á þeim ESB-reglugerðum tengdum CORSIA-kerfinu sem hafa tekið gildi.

Áhrif á ríkissjóð

Ekki er gert ráð fyrir auknum kostnaði fyrir ríkissjóð vegna innleiðingar CORSIA.

Áhrif á losun

Samkvæmt mati Alþjóðaflugmálastofnunarinnar munu flugrekendur í alþjóðaflugi þurfa að kolefnisbinda 2,5 milljarða tonna af CO2 til að ná kolefnishlutlausum vexti milli áranna 2021-2035.

Ábyrgð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira