Hoppa yfir valmynd
I. Landnotkun

Lýsing

I.4 Verndun votlendis, Aðgerðin felur í sér að koma í veg fyrir frekari framræslu votlendis hér á landi.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Votlendi nýtur verndar samkvæmt lögum. Á sama tíma og stóraukin áhersla er lögð á endurheimt votlendis hér á landi er brýnt að koma í veg fyrir frekari framræslu þess nema brýna nauðsyn beri til.

Framkvæmd

Ákvæðum laga um verndun votlendis verður fylgt betur eftir og eftirlit aukið með nýrri framræslu og kröfum sveitarfélaga um framkvæmdaleyfi. Unnið verður að verkefninu í samstarfi við bændur, aðra landeigendur, sveitarfélög, félagasamtök, fyrirtæki og aðra aðila.

Votlendi nýtur verndar samkvæmt lögum. Á sama tíma og stóraukin áhersla er lögð á endurheimt votlendis hér á landi er brýnt að koma í veg fyrir frekari framræslu þess nema brýna nauðsyn beri til.

Auka þarf samstarf milli samtaka bænda, sveitarfélaga og opinberra stofnana til að unnið sé að vernd votlendis með skipulegri hætti en nú er og komið á þeirri meginreglu að votlendi sé endurheimt í stað þess sem kann að verða raskað.

Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Árleg heildarlengd skurða.

 

Áhrif á ríkissjóð

Aðgerðin hefur ekki í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð.

Áhrif á losun

Áhrif aðgerðarinnar birtast í því að losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi eykst ekki.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum