Hoppa yfir valmynd
C. Orkuframleiðsla og smærri iðnaður

Lýsing

C.5 Orkuskipti í framleiðslugreinum – ný aðgerð - Aðgerðin felur í sér að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í framleiðslugreinum.

Staða


Aðgerðin er í vinnslu.

Mörg tækifæri eru til að draga verulega úr eða skipta alveg út notkun jarðefnaeldsneytis í ýmsum framleiðslugreinum, s.s. í iðnaði, matvælaframleiðslu og atvinnustarfsemi sem tengist sjávarútvegi. Oft á tíðum þarf mjög litlar breytingar að gera á tækjum og búnaði til að ná fram miklum eldsneytissparnaði.

Þegar Orkusjóður auglýsti styrki til orkuskipta sumarið 2021 var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á orkuskipti í framleiðslugreinum og veitti sjóðurinn styrki til slíkra verkefna með sjóðsúthlutun haustið 2021. Styrkir sjóðsins geta numið allt að 33% af stofnkostnaði við kaup á tækjum og búnaði.

Reiknað er með að þau verkefni sem Orkusjóður styrkti 2021 skili um 5.500 tonna CO2-ígildasparnaði. Styrkur til verkefnanna gerir það að verkum að þau verða mjög hagkvæm. Aðgerðin verður útfærð nánar og árangursmælikvarði settur.

Framkvæmd

-

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Unnið er að mótun árangursmælikvarða.

Áhrif á ríkissjóð

-

Áhrif á losun

-
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum