Hoppa yfir valmynd
G. Hvatar til umskipta

Lýsing

G.6 Loftslagsáhrif lagafrumvarpa. Aðgerðin felur í sér að loftslagsáhrif lagafrumvarpa verði sérstaklega metin.

Staða


Aðgerðin er í undirbúningi.

Fyrstu tillögur að leiðbeinandi viðmiðum eru í vinnslu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Í þeim er lagt til að hvert fagráðuneyti meti sín frumvörp með tilliti til áhrifa þeirra á losun gróðurhúsalofttegunda.

Sett verða fram viðmiðunarmörk (leiðbeiningar og aðferðafræði) sem notuð verða til að leggja mat á árlega losun gróðurhúsalofttegunda.

Næstu skref felast í því að vinna áfram með útfærslu viðmiða og mælikvarða í samráði við önnur ráðuneyti.

Framkvæmd

Tekin verður upp sú nýbreytni að lagafrumvörp verða sérstaklega rýnd út frá loftslagsáhrifum þeirra. Til að byrja með verður þetta gert við valin frumvörp í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu en síðar er stefnt að því að þetta eigi við um öll frumvörp sem lögð verða fyrir Alþingi.

Við vinnslu lagafrumvarpa þurfa ráðuneyti að leggja mat á áhrif lagasetningarinnar. Þar er litið til margvíslegra þátta, svo sem fjárhagslegra áhrifaþátta fyrir ríkið, tekjubreytinga, útgjaldabreytinga og hvort gert hafi verið ráð fyrir þeim fjárhagsáhrifum sem kunni að leiða af samþykkt frumvarpsins. Efnahagsáhrif frumvarpsins eru metin, áhrif þess á fjárhag sveitarfélaga, frjáls félagasamtök, stjórnsýslu, stöðu tiltekinna þjóðfélagshópa og fleira. Sömuleiðis eru metin áhrif frumvarpsins á jafnfrétti kynjanna, samkvæmt leiðarvísi fyrir mat á jafnréttisáhrifum. Áhrif á umhverfi og sjálfbæra þróun eru einnig metin en loftslagsáhrif ekki sérstaklega.

Mikilvægt er að áhrif löggjafar á loftslag séu metin og er í aðgerð þessari gert ráð fyrir að frumvörp verði rýnd sérstaklega með tilliti til loftslagsáhrifa þeirra, sem felur í sér ítarlegra mat á áhrifum á umhverfi og sjálfbæra þróun. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun haustið 2020 hefja vinnu við gerð leiðbeinandi viðmiða sem gert er ráð fyrir að stuðst verði við til að meta loftslagsáhrif frumvarpa. Þar með verði möguleg loftslagsáhrif höfð til hliðsjónar við vinnslu allra lagafrumvarpa.

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Útfærsla viðmiða og mælikvarða eru enn í vinnslu.

Áhrif á ríkissjóð

Áhrif á ríkissjóð liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Áhrif á losun

Aðgerðin er í mótun og áhrif á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda eru ekki reiknuð inn í aðgerðaáætlunina að svo stöddu.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum