Hoppa yfir valmynd
I. Landnotkun

Lýsing

I.2 Efling landgræðslu. Aðgerðin felur í sér að efla landgræðslu til að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, stöðva landeyðingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Landgræðsla efld til að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti og  draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi.

Framkvæmd

Landgræðsla verður efld til að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og efla á sama tíma lífríki. Sérstök áhersla verður lögð á aðgerðir á landi sem losar kolefni úr jarðvegi.

Í fyrstu útgáfu af Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kom fram að ráðist yrði í umfangsmikið átak hér á landi við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og skógrækt.
Í framhaldinu var stofnunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Landgræðslunni og Skógræktinni, falið að vinna saman að nánari útfærslu þess átaks í samvinnu við ráðuneytið. Viðamikil áætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála var í framhaldinu kynnt í júní 2019. Áætlunin er til fjögurra ára og aðgerðir þegar hafnar samkvæmt henni. Auk kolefnisbindingar er aðgerðunum ætlað að vinna gegn landhnignun og efla líffræðilega fjölbreytni.

Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Aukin áhersla er á nýtingu lífræns áburðar og hefur notkun hans í landgræðslu tífaldast á síðustu árum. Einnig hefur umfang endurheimar birkiskóga sem liður í eflingu landgræðslu tvöfaldast. Árangursmælikvarðinn sem var upphaflega settur fram er því ekki talinn endurspegla verkefnið. Unnið verður að því að skilgreina nýjan mælikvarða.

Áhrif á ríkissjóð

  

Áhrif á losun

Áætlað er að auknar aðgerðir í landgræðslu muni skila kolefnisbindingu sem samsvarar alls um 27 þúsund tonnum árið 2022. Þetta samsvarar árlega rúmlega 137 þúsund tonnum árið 2030 og 273 tonnum árið 2040.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum