Hoppa yfir valmynd
I. Landnotkun

Lýsing

I.5 Kortlagning á ástandi lands. Aðgerðin felur í sér að kortleggja með heildstæðum hætti ástand beitilands og nýtingu þess til að leggja mat á sjálfbærni landnýtingar.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Verkefnið GróLind er samstarfsverkefni bænda, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Landgræðslunnar. Markmið verkefnisins er annars vegar að meta með reglubundnum hætti ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og hins vegar að þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.  


Framkvæmd

Ástand gróðurs og jarðvegs beitilanda verður kortlagt. Markmiðið er að skila reglubundið slíku heildarmati á ástandi beitilanda og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Markmiðið er að niðurstöðurnar nýtist til að stýra beitarnýtingu lands þannig að hún tryggi verndun kolefnis í jarðvegi og gróðri og stuðli að aukinni bindingu þar sem kolefni hefur tapast.

Kortlagningin fer fram innan verkefnisins Grólind sem er í fullum gangi. Fyrsti hluti verkefnisins hefur farið í að setja upp vöktunarkerfi fyrir gróðurþekju lands. Úthagar hafa meðal annars verið kortlagðir og aðferðafræði þróuð. Verkefnið er byggt á samstarfi Landgræðslunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Það er fjármagnað í gegnum búvörusamninga en Landgræðslan sér um framkvæmd þess. Tilgangurinn er meðal annars að skjóta styrkari vísindalegum stoðum undir beitarstýringu með það fyrir augum að sauðfjárbeit verði sjálfbær til framtíðar.

Þekking úr þessari vinnu mun nýtast sem grunnur fyrir framtíðarstefnumótunarvinnu í landbúnaði og nýtingu landbúnaðarlands, sem og annarri vinnu sem snertir landnotkun. Breytt landnotkun getur verið mikilvæg aðgerð til að bæta ástand lands.

Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Hlutfall gróins lands í góðu ástandi.

 

Áhrif á ríkissjóð

Að frumkvæði Landssamtaka sauðfjárbænda var kveðið á um það í búvörusamningum sem undirritaðir voru árið 2016 að 300 milljónir króna yrðu lagðar í sérstakt 10 ára verkefni til að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda á Íslandi.

Áhrif á losun

Ljóst er að verði kortlagningin og sjálfbærnivísarnir nýttir til að stýra beit og tryggja sjálfbæra landnýtingu mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi. Ekki er að svo stöddu hægt að meta hve mikill samdrátturinn verður.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum