Hoppa yfir valmynd
E. Landbúnaður

Lýsing

E.5 Bætt fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun. Aðgerðin felur í sér að draga úr losun vegna iðragerjunar í jórturdýrum með bættri fóðrun.

Staða


Aðgerðin er í vinnslu.

Bæta þekkingu og grunnupplýsingar um metanlosun vegna iðragerjunar jórturdýra sem er það ferli sem orsakar losun metangass úr meltingarfærum búfjár.

Framkvæmd

Fylgst verður með rannsóknum á bættri fóðrun til að draga úr losun vegna iðragerjunar í búfénaði. Iðragerjun er það ferli sem orsakar losun metangass úr meltingarfærum búfjár.

Meginþorra þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem kemur frá búfjárrækt má rekja til gerjunarinnar sem á sér stað í iðrum búfjár. Þegar skepnurnar jórtra ropa þær upp metani sem er öflug gróðurhúsalofttegund, raunar meira en tuttugu sinnum öflugri en CO2.

Rannsóknir benda til að hægt sé að draga úr framleiðslu metans í meltingarvegi búfjár með ýmsum leiðum, svo sem með því að nota efni úr þörungum og með notkun íblöndunarefna. Kannað verður hvort hægt sé að draga úr slíkri losun hér á landi og stuðla að rannsóknum og þróun innanlands.

Framkvæmd þessarar aðgerðar helst í hendur við aðgerð E.2 um kolefnishlutleysi í nautgriparækt.


Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Losun af völdum iðragerjunar búfjár.

Með rannsóknum og nýjum tækjabúnaði skapast möguleikar til að mæla og meta árangur bættrar fóðrunar og því er mælikvarða sem settur var fram í aðgerðaáætlun breytt þessu til samræmis.

Áhrif á ríkissjóð

-

Áhrif á losun

-

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum