Hoppa yfir valmynd

D.2 Skattlagning á F-gös

D. Flúorgös og efnanotkun

Lýsing

Aðgerðin felur í sér að hraða enn frekar útskiptingu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda (F-gasa) hér á landi með því að skattleggja innflutning þeirra.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Aðgerðin er komin til framkvæmda. F-gös hafa mismunandi áhrif á loftslagshlýnun eða það sem kallast hnatthlýnunarmáttur (Global Warming Potential, GWP, sjá nánar undir aðgerð D.1). Skattur á innflutning F-gasa tók gildi 1. janúar 2020 og fjárhæð skatts á hverja tegund F-gass er tengd hnatthlýnunarmætti þess. Markmiðið er að gera skaðlausari kælimiðla að hagkvæmari kosti.

Aðgerðinni hefur verið hrundið í framkvæmd eins og lýst er í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2020.

Framkvæmd

Skattlagning verður notuð til að hraða enn frekar nauðsynlegri útskiptingu flúoraðra gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Umræddur skattur hefur þegar verið útfærður og samþykktur á Alþingi og tók gildi 1. janúar 2020.

Skatturinn grundvallast á mengunarbótareglunni sem felur í sér að þau sem bera ábyrgð á mengun greiða þann kostnað sem af henni hlýst. Álögur á F-gös hafa um árabil verið í gildi í nágrannaríkjum Íslands, sem hafa náð góðum árangri í að draga úr notkun efnanna. Sambærilegri nálgun er beitt hér á landi og gert hefur verið í Danmörku, þar sem ákveðin upphæð er lögð á kílógramm af F-gösum fyrir hvert tonn CO2-ígilda að skilgreindu verðþaki. Á Íslandi er upphæðin 2.500 krónur á kg F-gasa fyrir hvert tonn CO2-ígilda, að verðþaki sem nemur 10.000 krónum á kg.

F-gös eru manngerð og meðal annars notuð sem kælimiðlar í iðnaði. Brýnt er að ná að hraða útskiptingu þeirra sem allra mest þar sem þau hafa margfalt meiri hnatthlýnunarmátt en CO2. Skattlagning F-gasa getur skilað miklum árangri á skömmum tíma þar sem umhverfisvænni lausnir eru þegar fyrir hendi og tæknilega einfalt er að skipta F-gösunum út.

Aðgerðin hefur verið útfærð frá fyrstu útgáfu og gerð að sérstakri aðgerð.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Innflutt magn F-gasa eftir gastegund.

Tafla 6 Innflutt magn F-gasa eftir gastegund, tonnum, raðað eftir hlýnunarmætti

Flokkur

F-gas

GWP-gildi

2017

2018

2019

2020

 

GWP ≤ 750

 

R-32

675

0,21

0,1

0,8

0,2

 

750 < GWP < 2500

 

R-448A

1387

0

0

0

0,36

 

R-449A

1397

0,96

0,825

3,66

6,16

 

R-134A

1430

10,37

14,514

8,95

2,184

 

R-407C

1774

1,12

0,605

0,33

0,61

 

R-437A

1805

0,24

0,42

0

0

 

R-407F

1825

1,25

0

0,17

1,07

 

R-410A

2088

1,15

0,55

0

0,55

 

R-452A

2140

0,28

0,11

0,25

1,18

 

R-438A

2265

0

0,114

0,06

0

 

GWP ≥ 2500

 

R-422D

2729

0,34

0,46

0

0,06

 

R-422A

3143

2,6

0,22

0,21

0,22

 

R-227ea

3220

0

0,1

0,06

0,14

 

R-434A

3245

0

0

0,05

0

 

R-428A

3607

0

0,2

0,1

0

 

R-404A

3922

49,4

52,793

45,04

5,55

 

R-507A

3985

7,47

33,03

9,59

3

 

R-508B

13396

0,017

0,01816

0,04

0,02

 

Samtals

75,5

104,1

69,3

21,3

 

Heimild: Umhverfisstofnun

Þróun á innfluttu magni F-gasa með lágan og miðlungshlýnunarmátt síðustu fjögur ár má sjá í töflunni undir aðgerð D.1 Reglugerð um F-gös en aðgerðirnar vinna saman að samdrætti í losun frá F-gösum.

Áhrif á ríkissjóð

Aðgerðin hefur ekki í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð. Að teknu tilliti til þess magns sem flutt hefur verið inn af F-gösum undanfarin ár er áætlað að tekjur ríkissjóðs af skatti á efnin gætu numið um 600 milljónum króna á ári fyrst í stað. Þess er vænst að tekjur af skattinum dragist síðan saman, enda er honum ásamt reglugerð um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir ætlað að leiða til útskiptingar F-gasa hér á landi.

Áhrif á losun

Erfitt er að meta áhrif aðgerðarinnar vegna þess að upplýsingar um verðteygni eftirspurnar eftir F-gösum liggja ekki fyrir. Aðgerðum D.1 og D.2 er á hinn bóginn ætlað að vinna saman að því að hraða útskiptingu F-gasa hér á landi, sjá umfjöllun við aðgerð D.1 um áhrif á losun.

 

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira