Hoppa yfir valmynd
E. Landbúnaður

Lýsing

E.4 Bætt nýting og meðhöndlun áburðar. Aðgerðin felur í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar bænda.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Unnið er að bættri meðferð búfjáráburðar og leitast við að bæta nýtingu tilbúins áburðar og draga úr notkun hans. Lögð verður áhersla á að auka þekkingu og aðgengi bænda að upplýsingum um hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (metans og hláturgass) frá landbúnaði.

 

Framkvæmd

Unnið er að bættri meðferð búfjáráburðar og leitast við að bæta nýtingu tilbúins áburðar og draga úr notkun hans. Lögð verður áhersla á að auka þekkingu og aðgengi bænda að upplýsingum um hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (metans og hláturgass) frá landbúnaði.

Í skýrslu starfshóps um loftslagsmál í nautgriparækt[1] koma fram tillögur sem snúa að áburðarnotkun bænda. Þar er m.a. lagt til að bæta skráningu á notkun áburðar en með því næðist betri yfirsýn yfir notkun tilbúins áburðar og nýtingu hans. Samanburður á áburðarnotkun getur varpað ljósi á hvar tækifæri eru til bættrar nýtingar. Í reglugerð nr. 430/2021, um almennan stuðning við landbúnað, eru í fyrsta sinn ákvæði um að áburðarskráning sé skilyrði fyrir jarðræktarstyrkjum og landgreiðslum. Við innleiðingu hennar munu því liggja fyrir upplýsingar um nýtingu áburðar hjá bændum sem gefa færi á samanburði og þar með að draga fram hvar eru möguleikar til úrbóta. 

[1] https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/26/Ny-skyrsla-um-loftslagsmal-i-nautgriparaekt/

Mikilvægur liður í þessari vinnu er að fylgja eftir reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri. Samkvæmt reglugerðinni skal stærð hauggeymslu miða við að hægt sé að nýta hauginn sem áburð á skynsamlegan hátt þegar jörðin getur tekið við honum eða að geymslan taki að minnsta kosti sex mánaða haug.

Þessi aðgerð tengist aðgerðum E.1, E.2 og E.3. Mikilvægt er að auka skipulega fræðslu til bænda um nýtingu áburðar í því skyni að draga verulega úr loftslagsáhrifum með bættri nýtingu og meðferð hans. Í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður er m.a. veitt ráðgjöf sem miðar að bættri nýtingu búfjáráburðar og kannað með skipulegum hætti hvernig þátttakendur nota búfjáráburð sinn.


Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Notkun tilbúins áburðar – magn niturs.

 

Mynd 36 Magn niturs í notkun á tilbúnum áburði á Íslandi árin 2009-2022.

Áhrif á ríkissjóð

Aðgerðin er til að byrja með hluti af loftslagsvænni landbúnaði (sjá aðgerð E.1) og kolefnishlutleysi í nautgriparækt (sjá aðgerð E.2).

Áhrif á losun

Verið er að útfæra aðgerðina með það að markmiði að ná að lágmarki 10% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áburðarnotkunar m.v. notkun í grunnsviðsmynd. Byggt á því er áætlað að losun vegna áburðarnotkunar muni árið 2030 hafa dregist saman um 25 þúsund tonn af CO2-ígildum miðað við spá um þróun samkvæmt grunnsviðsmynd.

 

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum