Hoppa yfir valmynd
I. Landnotkun

Lýsing

I.3 Endurheimt votlendis. Aðgerðin felur í sér að endurheimta votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Endurheimt votlendis hefur aukist í samræmi við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.  

Framkvæmd

Endurheimt votlendis verður efld hér landi, sem og rannsóknir á árangri aðgerða og áhrifum þurrkunar votlendis á losun gróðurhúsalofttegunda. Ávinningurinn birtist ekki einungis í minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda heldur einnig til að mynda í bættri vatnsmiðlun og fjölbreyttara fuglalífi.

Í fyrstu útgáfu af Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kom fram að ráðist yrði í umfangsmikið átak hér á landi við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og skógrækt. Í framhaldinu var stofnunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Landgræðslunni og Skógræktinni, falið að vinna saman að nánari útfærslu þess átaks í samvinnu við ráðuneytið. Viðamikil áætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála var í framhaldinu kynnt í júní 2019. Áætlunin er til fjögurra ára og aðgerðir þegar hafnar samkvæmt henni. 

Samtals er talið að um 420 þúsund hektarar votlendis hafi verið ræstir fram á seinni hluta síðustu aldar, en það samsvarar um 46% alls votlendis á Íslandi. Þetta hlutfall er mun hærra á láglendi. Markmið verkefnisins Endurheimt votlendis er að stuðla að endurheimt votlendissvæða sem raskað var með umræddri framræslu.

Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Árangursmælikvarði

Hektarar votlendis endurheimtir árlega.

 

Mynd 53 Hektarar votlendis endurheimtir árin 2018-2020

Á Mynd 52 sést greinilega sú aukning sem hefur orðið í endurheimt votlendis, en fjöldi hektara rúmlega tífaldaðist frá 2018 til 2020.

Áhrif á ríkissjóð

Aukið fjármagn ríkisins til endurheimtar votlendis nemur samtals tæplega 380 milljónum króna á þeim fjórum árum sem ofangreind áætlun nær til, 2019-2022.

Áhrif á losun

Áætlað er að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna aukinna aðgerða til að endurheimta votlendi verði alls um 25 þúsund tonn árið 2022. Árið 2030 verði hann 107 þúsund tonn og árið 2040 um 210 þúsund tonn. Í þessum tölum er ávinningi vegna fjögurra ára áætlunarinnar hér að ofan og fjárfestingarátakinu vegna Covid-19 heimsfaraldursins slegið saman.

Átak í kolefnisbindingu og endurheimt votlendis er lykilatriði við að ná markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi árið 2040.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum