Hoppa yfir valmynd
C. Orkuframleiðsla og smærri iðnaður

Lýsing

C.4 Innlent endurnýjanlegt eldsneyti - Aðgerðin felur í sér að styðja innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis.

Staða


Aðgerðin er í vinnslu.

Almennar aðgerðir á borð við hærra verð á jarðefnaeldsneyti vegna kolefnisgjalds og ívilnanir til farartækja sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti eru til þess fallnar að skapa eftirspurn eftir loftlagsvænu eldsneyti og styðja þannig við innlenda framleiðslu þess. Í aðgerð B.1 um orkuskipti í sjávarútvegi verður meðal annars lagt mat á möguleika þess að setja á íblöndunarskyldu endurnýjanlegs eldsneytis á skip og þarf þar meðal annars að meta möguleika á notkun innlends eldsneytis til íblöndunar.

Skýrsla ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um innlenda eldsneytisframleiðslu, sem kveðið var á um í fyrstu útgáfu Aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, var lögð fyrir Alþingi í apríl 2019. Þar er að finna yfirlit yfir framleiðslu innlends eldsneytis og þekkingu á því sviði, auk þess sem lagt er mat á mögulega framleiðslu til notkunar á Íslandi til 2030.

Aðgerð í fyrri útgáfu aðgerðaáætlunar, Sérstakt átak til að nýta metan frá urðunarstöðum sem eldsneyti, rann saman við þessa aðgerð.

Framkvæmd

Orkusjóður auglýsti styrki í maí 2022 sem eru verkefnastyrkir sem nýst geta í þungaflutningum. Flokkurinn heitir „Raf- og lífeldsneyti og metan“ og felur í sér bæði innviði og framleiðslu. Eftir er að úthluta styrkjunum (staðan í júní 2022).

Skýrsla um fýsileika rafeldsneytis[1] var kynnt í júní 2021. Hún sýnir að tæknilega er mögulegt að framleiða hér rafeldsneyti og að Ísland er fýsilegur staður til þess vegna góðs aðgengis að endurnýjanlegum auðlindum sem reynsla er af að nýta til orkuskipta.

Unnið er að vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti (sjá einnig aðgerð A.8). Nýting rafeldsneytis mun leika ákveðið lykilhlutverk við að ná markmiði Orkustefnu um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti. Í aðgerðaáætlun Orkustefnunnar er í fyrsta lagi kveðið á um að styðja skuli við rannsóknir og uppbyggingu vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu. Í öðru lagi að lagt verði mat á þörf fyrir innviðauppbyggingu vegna framleiðslu og flutnings vetnis og í þriðja lagi að kanna möguleika til útflutnings á grænu vetni til lengri tíma í alþjóðlegu samstarfi. Vegvísirinn er mikilvægur til að draga upp framtíðarsýn til næstu ára um rafeldsneyti, kortleggja hvernig það getur hjálpað okkur að verða óháð jarðefnaeldsneyti og draga fram aðra möguleika slíkrar framleiðslu með tilliti til verðmætasköpunar og samkeppnishæfni Íslands.

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Magn endurnýjanlegs eldsneytis framleitt á Íslandi eftir tegund eldsneytis.

Árangursmælikvarða var breytt frá því sem sett var fram í aðgerðaáætlun, en eðlilegra þótti að setja árangur fram í notkun frekar en framleiðslu.

 

Mynd 32 Magn innlendrar orku sem fór til samgangna á landi árin 2008-2019

Hlutfall innlends eldsneytis í samgöngum hefur vaxið jafnt og þétt frá árinu 2008. Munar þar mest um aukna raforkunotkun, eins og sést á Mynd 32.

Áhrif á ríkissjóð

Áhrif á ríkissjóð liggja ekki fyrir en felast að svo stöddu einungis í kostnaði vegna úttektar.

Áhrif á losun

Aðgerðin er í mótun og felst að svo stöddu í greiningu sem ein og sér hefur ekki áhrif á losun. Hún tengist þó aðgerð um orkuskipti í sjávarútvegi og aðgerðum varðandi orkuskipti í vegasamgöngum. Samdráttur í losun mun einnig birtast þar. Ávinningurinn af aðgerðinni sjálfri verður greindur eftir því sem verkefninu vindur fram og aðgerðin þá uppfærð.

 

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum