Hoppa yfir valmynd
A. Samgöngur á landi

Lýsing

A.4 Ívilnanir fyrir vistvæn ökutæki - Aðgerðin felur í sér að veita skattalegar ívilnanir til að auka hlutdeild vistvænna ökutækja í ökutækjaflota landsins.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Tryggt skyldi að ívilnanir sem hafa verið í gildi frá árinu 2012 vegna vistvænna bifreiða yrðu áfram við lýði á meðan þörf krefði, auk þess sem ívilnanirnar skyldu víkkaðar út. Árið 2019 voru ívilnanir fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar framlengdar til ársloka 2023 og hámarksfjárhæðir og fjöldatakmörk hækkuð.

Gerð var breyting á ívilnunum fyrir tengiltvinnbíla þar sem fjöldatakmark þeirra var hækkað en hámark ívilnunar lækkað í nokkrum áföngum. Nú hafa tengiltvinnbílar náð fjöldatakmörkum og féll ívilnun vegna tengiltvinnbíla niður í maí 2022. Aðilum í atvinnurekstri var heimilað að fyrna kaup á vistvænum ökutækjum að fullu á kaupári, virðisaukaskattur var endurgreiddur við kaup á heimahleðslustöðvum o.fl.“

Auk þeirra ívilnana sem tilgreindar eru í aðgerðaáætluninni eru nú í gildi auknar tímabundnar ívilnanir til að stuðla að orkuskiptum í bílaleigubílum. Á árunum 2021 og 2022 er sú losun (CO2) ökutækja sem vörugjald reiknast af lækkað um 30% í tilfelli ökutækja sem ætluð eru til útleigu. Lækkunin getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 400.000 kr. á hvert ökutæki. Ökutækjaleigan skuldbindur sig á móti til að haga innkaupum sínum þannig að rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbílar verði 15% árið 2021 og 25% árið 2022 af heildarinnkaupum bifreiða.

Framkvæmd

Ívilnunum verður markvisst beitt til að auka hlutdeild vistvænna ökutækja hér á landi. Slíkt hefur þegar skilað ótvíræðum árangri.

Tryggt verður að ívilnanir sem hafa verið í gildi frá árinu 2012 vegna vistvænna bifreiða verði áfram við lýði á meðan þörf krefur, auk þess sem ívilnanirnar verða víkkaðar út. Samkvæmt breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2019 verða ívilnanir fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar framlengdar til ársloka 2023 og hámarksfjárhæðir og fjöldatakmörk hækkuð. Einnig var gerð breyting á ívilnunum fyrir tengiltvinnbifreiðar þar sem fjöldatakmark þeirra var hækkað en hámark ívilnunar lækkað í nokkrum áföngum til ársloka 2022. Um leið voru lögfest ákvæði um að aðilum í atvinnurekstri sé heimilt að fyrna kaup á vistvænum ökutækjum að fullu á kaupári.  Þá var gerð breyting á lögum um virðisaukaskatt sem samþykkt var á Alþingi í desember 2020 og tók gildi 1. janúar 2021. Með breytingunni var ákveðið að sala notaðra vistvænna bifreiða á eftirmarkaði yrði undanþegin virðisaukaskatti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ívilnunin gildir til ársloka 2023 og kemur m.a. ökutækjaleigum til góða. Virðisaukaskattur verður auk þess felldur niður að fullu en upp að ákveðnum fjöldatakmörkum af hópbifreiðum í almenningsakstri (svo sem strætisvögnum) sem nota eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa.

Ýmsar aðrar ívilnanir eru í lögunum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum. Tímabundin heimild er til fullrar endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á heimahleðslustöðvum fyrir rafmagnsbifreiðar, sem og vinnunni við að setja þær upp í eða við íbúðarhúsnæði. Undanþága verður veitt frá virðisaukaskatti vegna útleigu vistvænna bifreiða hjá bílaleigum ásamt því að veitt verður heimild til undanþágu virðisaukaskatts upp að ákveðnu hámarki vegna léttra og þungra rafmagns- eða vetnisbifhjóla. Einnig er veitt heimild til undanþágu virðisaukaskatts vegna reiðhjóla og rafmagnshjóla upp að ákveðnu hámarki (sjá aðgerð A.1).

Með breytingum á lögum um virðisaukaskatt sem samþykktar voru í júní 2022 voru fjöldatakmörk fyrir rafmagnsbifreiðar hækkuð þar sem talið var nauðsynlegt að auka enn meira hlutdeild þeirra í umferð vegna orkuskipta í samgöngum. Einnig var ákveðið að ný og lækkuð fjárhæðarmörk ívilnunarinnar tækju gildi frá og með 1. janúar 2023 í ljósi þeirrar jákvæðu þróunar sem væri til staðar á markaði með rafmagnsbifreiðar og þar sem ekki væri annað séð en að forsendur væru að skapast fyrir sjálfbærum hraða orkuskiptanna. Samhliða var ákveðið að rýmka heimildina til að undanþiggja virðisaukaskatt vegna sölu notaðra vistvænna bifreiða á eftirmarkaði.Ívilnanirnar eru tímabundnar og verða endurskoðaðar með tilliti til árangurs. Tryggt verður að ákvarðanir um frekari breytingar á skattlagningu bifreiða og eldsneytis stuðli að nýtingu vistvænna orkugjafa í vegasamgöngum á kostnað jarðefnaeldsneytis.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Hlutfall vistvænna bifreiða[1] í nýskráningum, eftir flokkum bifreiða og orkugjafa.

Tafla 3 Hlutfall í nýskráningum fólksbifreiða [2]

 

2019

2020

2021 

Tengiltvinnbílar (bensín/dísill)

11%

17%

 31%

Rafmagn

7%

21%

 27%

Aðrir vistvænir orkugjafar

0%

0%

 0%

Vistvænir orkugjafar alls

18%

38%

 58%



 

Tvinnbílar án tengils

Bensín

Dísill

 

 

6%

0%

 

 

9%

1%

 

 

13%

3%

Bensín

38%

25%

 14%

Dísill

37%

28%

 12%

Tafla 4 Hlutfall vistvænna bifreiða af heildarfjölda bifreiða í umferð, lok árs

 

2019

2020

Fólksbifreiðar

4,4%

6,2%

Fólksbifreiðar, fólksflutningabílar, sendi- og vöruflutningabifreiðar

3,8%

5,4%

Hlutfall vistvænna bifreiða af heildarfjölda bifreiða í umferð.

Mynd 13 Fjöldi nýskráðra fólksbíla eftir ári og orkugjafa árin 2014-2022

Mynd 14 Hlutfall vistvænna bifreiða af nýskráningum árin 2019- 2022

 

Á Mynd 14 má sjá að hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af nýskráðum bifreiðum eykst talsvert milli áranna 2019 og 2020. Hlutfall hreinna rafbíla hækkar úr 8% árið 2019 í 24,1% árið 2020. Hlutfall tengiltvinnbíla hækkar úr 14,4% í 22,2%.

Mynd 15 Hlutfall vistvænna bifreiða af heildarfjölda bifreiða í umferð 2019- 2022

Á Mynd 15 má sjá að hlutfall vistvænna bifreiða af heildarfjölda bifreiða í umferð jókst um tæp 2% í flokki fólksbifreiða milli áranna 2019 og 2020.


[1] Vistvæn ökutæki teljast þau ökutæki sem ganga að öllu eða mestu leyti fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, s.s. rafmagni, metani og vetni. Tengiltvinnbílar falla því undir þennan flokk en tvinnbílar gera það hins vegar ekki.

[2] Heimild: Samgöngustofa

Áhrif á ríkissjóð

Ríkissjóður gefur árlega eftir virðisaukaskatt að hluta eða öllu leyti vegna vistvænna ökutækja til að hvetja til kaupa á þeim. Á árinu 2019 nam undanþága á virðisaukaskatti vegna vistvænna bifreiða 2.660 milljónum króna. Ofangreint frumvarp tók gildi 1. janúar 2020 og áætlað er að skattastyrkir á árinu 2020 aukist um 700 milljónir króna, enda hafa styrkirnir verið víkkaðir út. Skattastyrkir vegna vistvænna ökutækja eru áætlaðir 3.000 til 4.000 milljónir króna á ári árin 2021 til og með 2023.

Áhrif á losun

Aðgerðir A.4-A.7 eru metnar saman – ívilnanir og innviðir fyrir vistvæn ökutæki, lög og reglur vegna orkuskipta og nýskráning bensín- og dísilbíla – auk áhrifa aðgerðar G.1 á vegasamgöngur. Það er gert vegna samlegðaráhrifa þeirra. Áætlað er að með þessum samverkandi aðgerðum muni losun frá vegasamgöngum árið 2030 hafa dregist saman um 51 þúsund tonn CO2-ígilda miðað við spá um þróun samkvæmt grunnsviðsmynd.

 

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum