Hoppa yfir valmynd
B. Skip og hafnir

Lýsing

B.3 Bann við notkun svartolíu - Aðgerðin felur í sér að draga úr brennslu svartolíu við strendur Íslands og hætta henni að lokum.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Kröfur um eldsneytisnotkun í íslenskri landhelgi hafa verið hertar til að draga úr notkun svartolíu. Við brennslu svartolíu losnar sót og mengunarefni út í andrúmsloftið en sótagnir í andrúmsloftinu geta flýtt fyrir bráðnun jökla og íss.

Umhverfisstofnun hefur eftirlitshlutverk með reglugerðinni.

Framkvæmd

Kröfur um eldsneytisnotkun í íslenskri landhelgi verða hertar til að draga úr notkun svartolíu. Svartolía er samheiti yfir þungar og seigar olíur sem hafa ákveðna eiginleika og geta innihaldið hátt hlutfall brennisteins. Svartolía er meðal annars notuð í skipasiglingum og þegar hún brennur losnar mikið af sóti og mengunarefnum út í andrúmsloftið.

Í kjölfar fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum var aðgerðin útfærð og umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í desember 2019 reglugerð um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Þann 1. janúar 2020 tóku síðan gildi sambærilegar kröfur um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi og nú gilda á svokölluðum ECA-svæðum í Eystrasalti og Norðursjó þar sem kröfur varðandi svartolíu eru strangastar.

Eftir breytingarnar er leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti á Íslandi einungis 0,1% innan landhelginnar og á innsævi. Leyfilegt innihald var áður 3,5%. Þetta útilokar brennslu svartolíu nema skip noti viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs.

Umhverfisstofnun hefur eftirlitshlutverk með reglugerðinni og kröfur verða hertar enn ef þurfa þykir.

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Hlutfall svartolíu af heildarnotkun skipaeldsneytis.

Mynd 27 Hlutfall svartolíu af heildarnotkun skipaeldsneytis árin 1990-2022

Fjöldi atvika ólöglegrar notkunar svartolíu innan íslenskrar lögsögu.

Umhverfisstofnun safnar gögnum um eldsneyti skipa í samstarfi við Samgöngustofu í þeim tilgangi að vakta brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í skipum við Ísland. Enn sem komið er hafa ekki verið tekin sýni af skipaeldsneyti í tönkum skipa sem koma til landsins. Vinna við útfærslu á sýnatöku er hafin hjá Umhverfisstofnun svo hægt verði að leggja mat á ólöglega notkun svartolíu innan íslenskrar lögsögu.

Bann við notkun svartolíu hefur leitt til þess að árið 2020 var engin svartolía hluti af heildarorkunotkun skipa árið 2020 eins og sjá má á Mynd 27. Er það mikil breyting frá árinu 1990, eins og jafnframt má sjá á Mjavascript:void(0);ynd 27. Á tímabilinu 1990-2020 fór hlutfall svartolíu af heildarorkunotkun skipa hæst í 35% árið 2014.

Áhrif á ríkissjóð

Aðgerðin hefur ekki í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð en kostnaður við að brenna hreinna eldsneyti en svartolíu fellur á eigendur skipa, auk kostnaðar vegna mögulegs hreinsibúnaðar.

Áhrif á losun

Aðgerðinni er ætlað að hvetja til notkunar á loftslagsvænni orkugjöfum á skipum. Ef öll skip sem nota svartolíu færa sig hins vegar í staðinn yfir í skipagasolíu eða sambærilegt eldsneyti er lítill beinn loftslagsávinningur af henni. Í útreikningum varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda er áfram reiknað með brennslu jarðefnaeldsneytis en þetta mun hins vegar hafa þau áhrif að sótögnum, sem myndast við brennslu svartolíu, fækkar. Sótagnir í andrúmsloftinu geta flýtt fyrir bráðnun jökla og íss og því hefur aðgerðin mikilvæg hliðaráhrif.

 

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum