Hoppa yfir valmynd
G. Hvatar til umskipta

Lýsing

G.10 Loftslagsstefna annarra opinberra aðila. Aðgerðin felur í sér að hið opinbera í heild sinni verði til fyrirmyndar í loftslagsmálum.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Í loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem samþykkt var í apríl 2019 var gerð krafa í loftslagsmálum til stofnana ríkisins, sem var útvíkkuð enn frekar með breytingum sem gerðar voru árið 2019 á lögum nr. 70//2012. Allar stofnanir ríkisins, sveitarfélög og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins skulu nú setja sér loftslagsstefnu og markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Umhverfisstofnun hefur sett fram leiðbeiningar um gerð og innleiðingu loftslagsstefnu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins. Leiðbeiningarnar skiptast í þrjá hluta:

  1. Gerð loftslagsstefnu með yfirmarkmiði.
  2. Markmiðasetning fyrir hvern losunarþátt.
  3. Gerð aðgerðaáætlunar til að tryggja að markmið um samdrátt í losun náist.

Umhverfisstofnun hefur fléttað gerð loftslagsstefnu við verkefnið Græn skref í ríkisrekstri og veitir ríkisaðilum ráðgjöf á þeim vettvangi. Grænt bókhald nýtist þar vel en þar geta ríkisaðilar fengið áætlun um losun gróðurhúsalofttegunda í sínum rekstri. Ýmis önnur hjálpargögn hafa einnig verið birt á vef Grænna skrefa til að auðvelda ferlið. Ríkisaðilar vinna hörðum höndum að gerð loftslagsstefnu. Í ágúst 2021 höfðu 24 af 199 ríkisaðilum lokið við gerð loftslagsstefnu, eða 12%. Aðgerðin var styrkt enn frekar á liðnu ári og í júní 2022 hafa 68 aðilar skilað inn fullkláraðrir losftslagsstefnu með markmiðasetningu fyrir hvern loftslagsþátt. Búast má við að fjölmargir fleiri bætist í hópinn á komandi mánuðum. Alls eru 130 ríkisaðilar skráðir í Grænu skrefin.

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Umhverfisstofnun gaf út ,,Verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum” í september 2021. Tilgangur verkfærakistunnar er að efla og styðja sveitarfélög við að vinna aðgerðamiðaða stefnumótun í loftslagsmálum fyrir sinn rekstur, fylgja henni eftir og vakta árangur sinn. til að útbúa leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um gerð loftslagsstefnu fyrir rekstur einstakra sveitarfélaga. Verkefnið er unnið í tengslum við breytingu á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál frá því í júní 2019 þegar sveitarstjórnum var gert skylt að samþykkja loftslagsstefnu og markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Tækifæri eru í ríkara samstarfi ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir.

Framkvæmd

Hið opinbera í heild sinni verður aðstoðað við að verða til fyrirmyndar í loftslagsmálum. Í Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem samþykkt var í apríl 2019 var gerð krafa í loftslagsmálum til stofnana ríkisins, sem var útvíkkuð enn frekar með breytingum á lögum um loftslagsmál í júní 2019. Allar stofnanir ríkisins, sveitarfélög og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins skulu samkvæmt lögum setja sér loftslagsstefnu og markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun mun samkvæmt lögunum hafa eftirlit með því að þau setji sér loftslagsstefnu og innleiði aðgerðir samkvæmt henni, og viðamikil vinna varðandi þetta stendur nú yfir. Jafnframt mun Umhverfisstofnun veita ráðgjöf varðandi mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda og árangri aðgerða vegna innri reksturs.

Ríkisstofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins hafa nú þegar möguleika á að skrá sig í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri og verður í aðgerðinni útfært sambærilegt verkefni fyrir sveitarfélögin sem miðar að sama marki. Aðilar verkefnisins skila einnig Grænu bókhaldi sem verður uppfært og útvíkkað svo það taki í auknum mæli til losunar gróðurhúsalofttegunda með áherslu á innri rekstur. Opinberir aðilar, þar með talin sveitarfélög, skila losunartölum til Umhverfisstofnunar og notast við losunarstuðla sem stofnunin gefur út. Skylda er að skila inn losunartölum fyrir hefðbundna skrifstofustarfsemi samkvæmt forskrift að loftslagsstefnu, en skil á losunartölum frá sértækri starfsemi, svo sem framkvæmdum, eru valfrjáls.

Sveitarfélög hafa þegar stofnað samstarfsvettvang um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að efla og styrkja sveitarfélögin til samstöðu og samtals um þessa málaflokka.

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Fjöldi/hlutfall stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins sem hafa sett sér loftslagsstefnu.

Í júní 2022 höfðu alls 71 af 199 ríkisaðilum, þ.e. stofnunum og fyrirtækjum í meirihlutaeigu ríkisins, sett fram fullmótaða loftslagsstefnu, þar sem sett eru fram mælanleg markmið fyrir hvern losunarþátt og aðgerðaáætlun til að ná settum markmiðum.

 

 

Mynd 48 Fjöldi og hlutfall ríkisaðila sem hafa sett sér loftslagsstefnu frá árinu 2020

Áhrif á ríkissjóð

Gert er ráð fyrir að kostnaður Umhverfisstofnunar liggi á bilinu 1,5-2,5 stöðugildi. Ákvörðun um frekari eftirfylgni verður tekin eftir því sem verkefninu vindur fram. Stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins annast sjálf þann kostnað sem til fellur hjá þeim vegna aðgerðarinnar.

Áhrif á losun

Ekki er að svo stöddu hægt að meta þann samdrátt sem verður vegna aðgerðarinnar þar sem losun frá starfsemi sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins liggur ekki fyrir í heild sinni eða hvaða markmið þau munu setja sér við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mat á samdrætti í losun verður uppfært eftir því sem aðgerðinni vindur fram.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum