Hoppa yfir valmynd
F. Úrgangur og sóun

Lýsing

Aðgerðin felur í sér að bannað verður að urða lífrænan og lífbrjótanlegan úrgang hér á landi.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Aðgerðin er tvískipt.

Fyrri hluti hennar snýr að banni við að urða lífrænan úrgang hér á landi. Á vorþingi 2021 var samþykkt frumvarp umhverfis– og auðlindaráðherra sem lögfestir að komið skuli upp sérstakri söfnun lífræns úrgangs (lífúrgangs skv. lögunum) og að óheimilt verði að urða úrgang sem safnað hefur verið sérstaklega. Ákvæði laganna taka gildi 1. janúar 2023.[1]

Síðari hluti aðgerðarinnar snýr að banni við urðun alls lífbrjótanlegs úrgangs frá og með árinu 2023. Undirbúningur að nauðsynlegri lagasetningu þess efnis þarf að hefjast eigi síðar en árið 2022.


[1] https://www.althingi.is/altext/151/s/1810.html

Framkvæmd

Bannað verður að urða lífrænan úrgang hér á landi að meginreglu frá og með árinu 2021, samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fram á Alþingi 2020-2021. Leiðir þetta af ákvæðum frumvarpsins sem kveða á um að komið skuli upp sérstakri söfnun á lífrænum úrgangi og að óheimilt verði að urða úrgang sem safnað hefur verið sérstaklega.

Með lífrænum úrgangi er átt við matar- og eldhúsúrgang og garðaúrgang sem brotnað getur niður fyrir tilstilli örvera (í frumvarpinu er notað hugtakið lífúrgangur um þennan úrgang). Um er að ræða breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs og er lagt til að markmið laganna verði meðal annars að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Ákvæðin eiga að leiða til þess að lífrænn úrgangur verði flokkaður frá öðrum úrgangi alls staðar á landinu og færður til undirbúnings fyrir endurnotkun, endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar, í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs. Á höfuðborgarsvæðinu mun lífrænn úrgangur fara í gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs., a.m.k. að hluta, en á landsbyggðinni er líklegra að lífrænn úrgangur verði jafnan nýttur til jarðgerðar. Lagafrumvarpið var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í desember 2019 og janúar 2020.
 
Í aðgerðinni felst jafnframt að banna urðun lífbrjótanlegs úrgangs frá og með árinu 2023. Með lífbrjótanlegum úrgangi er átt við allan úrgang sem brotnað getur niður fyrir tilstilli örvera, t.d. sláturúrgang, fiskúrgang, ölgerðarhrat, húsdýraúrgang, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgang, pappírs- og pappaúrgang, seyru og lífrænan úrgang. Aðgerðin er í samræmi við drög að almennri stefnu ráðherra um meðhöndlun úrgangs og mun umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinna frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs þar sem bannið verður lagt til.
 
Aðgerðin hefur verið útfærð frá því í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar og gerð að sérstakri aðgerð.

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Urðun lífbrjótanlegs heimilisúrgangs.

 

Mynd 38 Magn lífbrjótanlegs heimilisúrgangs sem fór í urðun á Íslandi árin 2006-2020

Mynd 38 sýnir að magn lífbrjótanlegs úrgangs frá heimilum er töluvert meira en þau markmið sem stefnt er að.

Urðun lífbrjótanlegs rekstrarúrgangs.

 

Mynd 39 Magn lífbrjótanlegs rekstrarúrgangs sem fór í urðun á Íslandi árin 2006-2020

Magn lífbrjótanlegs rekstrarúrgangs i urðun hefur aukist sl. ár en er þó undir markmiðum eins og sést á Mynd 39.

Áhrif á ríkissjóð

Aðgerðin hefur ekki í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð. Gera má ráð fyrir að aðgerðin dragi úr tekjum af urðunarskatti (sjá aðgerð F.1), enda er henni ætlað að leiða til samdráttar í urðun úrgangs.

Áhrif á losun

Áætlað er að með þessari aðgerð muni losun frá úrgangi árið 2030 hafa dregist saman um 104 þúsund tonn af CO2-ígildum miðað við spá um þróun samkvæmt grunnsviðsmynd.

 

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira