Hoppa yfir valmynd
H. ETS: Flug og iðnaður

Lýsing

H.2 Hertar reglur í viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS). Aðgerðin felur í sér áframhaldandi þátttöku Íslands í evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) en nýjar reglur tóku gildi þegar fjórða tímabil kerfisins hófst 2021.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Með breytingum á loftslagslögum frá júní 2020 (lög nr. 98/2020) og í apríl 2021 (lög nr. 35/2021) voru EES-gerðir sem tengjast fjórða tímabili viðskiptakerfis ESB innleiddar í lög. 

Gera má ráð fyrir að aðgerð H.2 um hertar reglur í viðskiptakerfi með losunaheimildir (ETS) verði endurskoðuð í heild sinni í tengslum við tillögur ESB að lagabreytingum í samræmi við uppfærða loftslagsstefnu sambandsins sem fela m.a. í sér endurskoðun á ETS-kerfinu.

Framkvæmd

Ísland mun áfram taka þátt í ETS-kerfinu. Nýjar reglur tóku gildi árið 2021sem eiga að skila samtals 43% samdrætti í losun innan ETS-kerfisins árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Unnið er að endurskoðun á ETS kerfinu í samræmi við loftslagsstefnu ESB þar sem horft er til enn frekari samdráttar í losun innan kerfisins og mögulegrar útvíkunnar.

ETS-kerfi Evrópusambandsins hefur verið starfrækt frá árinu 2005. Viðskiptakerfið er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála og er því ætlað að mynda hagrænan hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Viðskiptakerfið byggist á því að losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er gerð háð losunarheimildum. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir sambandið allt og minnkar hann með hverju ári. Losunarheimildum þessum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og flugrekenda og að hluta til eru þær boðnar upp. Ef rekstraraðilar og flugrekendur hafa náð að draga úr losun sinni og eiga því fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði – og að sama skapi þurfa þeir að kaupa losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri.

Frá því að ETS-kerfið var sett á fót hefur það verið útvíkkað á nokkurra ára fresti þannig að fleiri geirar falli undir það, auk þess sem reglur hafa verið hertar.

Ábyrgð

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Innleiðingu á EES-gerðum var lokið í maí 2021.

Áhrif á ríkissjóð

Aukin umsýslukostnaður hjá Umhverfisstofnun í tengslum við fjórða viðskiptatímabil ETS-kerfisins (2021-2030). Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður sé um 6 milljónir króna en á móti komi þjónustutekjur að fjárhæð um 3 milljóna króna.

Áhrif á losun

Hertar reglur viðskiptakerfisins á tímabilinu 2021-2030 eiga að leiða til að lágmarki 43% samdráttar innan kerfisins miðað við árið 2005. Ekki er tilgreint einstakt markmið fyrir hvert ríki heldur er í heildina gengið út frá 43% samdrætti í losun innan kerfisins.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum