Hoppa yfir valmynd
G. Hvatar til umskipta

Lýsing

G.1 Kolefnisgjald. Aðgerðin felur í sér kolefnisgjald til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda.

Staða


Aðgerðin er í framkvæmd.

Í upphafi árs 2018 var kolefnisgjald hér á landi hækkað um 50%, í takt við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Gjaldið var aftur hækkað árið 2019 og þá um 10%. Í byrjun árs 2020 var það enn hækkað um 10%.

Framkvæmd

Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Kolefnisgjald tekur heildstætt á losun kolefnis frá jarðefnaeldsneyti, bæði frá samgöngum og öðrum uppsprettum.

Um mitt ár 2019 og í byrjun árs 2020 vann Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins greiningu á áhrifum kolefnisgjalds á eldsneytisnotkun heimila á Íslandi og fyrirtækja. Greiningin bendir til að hægt sé að draga úr neyslu á jarðefnaeldsneyti og þar með losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi með því að leggja gjald á kolefni. Samkvæmt greiningunni draga heimili úr notkun á eldsneyti um 0,35% ef verð þess hækkar um 1%. Gjaldið verður til þess að heimilin nota 1-2% minna af bensíni og olíu en ella. Hjá fyrirtækjum minnkar olíunotkun að jafnaði um 0,3% þegar olíuverð hækkar um 1%.

Í upphafi árs 2018 var kolefnisgjald hér á landi hækkað um 50%, í takt við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Gjaldið var aftur hækkað árið 2019 og þá um 10%. Í byrjun árs 2020 var það enn hækkað um 10%.

Ábyrgð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Árangursmælikvarði

Magn jarðefnaeldsneytis selt á ári sem lagt er á kolefnisgjald.

Mynd 41 Sala á jarðefnaeldsneyti sem lagt var á kolefnisgjald árin 2019-2022

Áhrif á ríkissjóð

Aðgerðin hefur ekki í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi voru árið 2018 alls 5.317 milljónir króna og miðað við bráðabirgðartölur fyrir árið 2019 voru þær um 5.350 milljónir króna það ár.

Áhrif á losun

Aðeins eru metin áhrif á samdrátt í vegasamgöngum. Aðgerðir A.4-A.7 eru metnar saman – ívilnanir og innviðir fyrir vistvæn ökutæki, lög og reglur vegna orkuskipta og nýskráning bensín- og dísilbíla – auk áhrifa aðgerðar G.1 á vegasamgöngur. Það er gert vegna samlegðaráhrifa þeirra. Áætlað er að með þessum samverkandi aðgerðum muni losun frá vegasamgöngum árið 2030 hafa dregist saman um 51 þúsund tonn CO2-ígilda miðað við spá um þróun samkvæmt grunnsviðsmynd.

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum