Hoppa yfir valmynd

Orkuframleiðsla og smærri iðnaður

Fjórar aðgerðir eru settar fram varðandi orkuframleiðslu og smærri iðnað – þar sem mesti ávinningurinn felst í föngun kolefnis frá jarðvarmavirkjunum

Þróun losunar gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði, þúsund tonn CO2-ígilda

Fjórar aðgerðir eru settar fram varðandi orkuframleiðslu og smærri iðnað – þar sem mesti ávinningurinn felst í föngun kolefnis frá jarðvarmavirkjunum

Mynd. Losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði árin 2005 og 2018 og áætluð losun 2030 með aðgerðum.

Árangur þegar náðst – nýjum aðgerðum bætt við

Losun frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði

Losun í þessum flokki á sér stað vegna bruna á jarðefnaeldsneyti í iðnaði og losun vegna jarðvarmavirkjana. Losunin var 571 þúsund tonn árið 2005 og 309 þúsund tonn árið 2018. Með aðgerðum í aðgerðaáætlun og þróun samkvæmt grunnsviðsmynd er áætlað að losun árið 2030 verði komin niður í 189 þúsund tonn CO2-ígilda. Það er 67% samdráttur miðað við árið 2005 og 39% miðað við 2018.

Í þessum flokki er að finna þann hluta orkuframleiðslu og iðnaðar sem fellur undir beina ábyrgð Íslands, t.d., losun frá jarðvarmavirkjunum og fiskimjölsverksmiðjum. Stærsti hluti iðnaðarins (t.d. stóriðja) heyrir á hinn bóginn undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS-kerfið) og er því ekki að finna hér heldur í flokknum ETS: Flug og iðnaður (sjá flokk H).

Losun frá orkuframleiðslu og iðnaði hefur dregist saman síðastliðin ár (sjá mynd hér fyrir neðan). Munar þar helst um samdrátt vegna bruna jarðefnaeldsneytis í fiskimjölsverksmiðjum. Losun frá jarðvarmavirkjunum hefur einnig dregist saman um 18% frá árinu 2010 þegar losunin náði hámarki. Fyrirséð er að losun frá þessum flokki muni haldast óbreytt næstu árin nema gripið sé til aðgerða.

Með aðgerðum má draga úr losun frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði um 67%

Losun frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði á beinni ábyrgð Íslands frá 2005 til 2030, þúsund tonn CO2-ígilda

Með aðgerðum má draga úr losun frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði um 67% - Losun frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði á beinni ábyrgð Íslands frá 2005 til 2030, þúsund tonn CO2-ígilda

Mynd. Söguleg losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu og smærri iðnaði og þróun losunar með aðgerðum.

Aðgerðir

Aðgerð 
Staða
Losunaráhrif 2030 
C.1 Föngun kolefnis frá jarðvarmavirkjunum Í framkvæmd (ný aðgerð)
-108 þúsund tonn CO2-ígilda
C.2 Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja
Í framkvæmd
-9 þúsund tonn CO2-ígilda
C.3 Loftslagsáhrif byggingariðnaðarins
Í undirbúningi (ný aðgerð)
Aðgerð í mótun, ekki metin
C.4 Innlent endurnýjanlegt eldsneyti
Í undirbúningi
Aðgerð í mótun, ekki metin

Aðgerðir í þessum flokki eru ýmist þegar komnar til framkvæmda eða í undirbúningi. Föngun kolefnis frá jarðvarmavirkjunum er ný aðgerð í áætluninni sem byggist meðal annars á aðferð Orkuveitu Reykjavíkur sem nefnist „Carbfix“ eða „gas í grjót“. Aðferðinni hefur verið beitt til að draga úr losun frá Hellisheiðarvirkjun með góðum árangri. Verkefnið fram undan er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá fleiri jarðvarmavirkjunum eftir mismunandi leiðum, svo sem með hagnýtingu CCU (e. Carbon Capture and Utilization).

Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja hefur gengið vel og skilað miklum árangri en tryggja verður að ekki verði bakslag í þeirri þróun sem þegar hefur orðið, sem og að ljúka rafvæðingunni. Kapp verður lagt á þetta. Í innsendum athugasemdum við fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, sem og á samráðsfundum sem fram fóru eftir að hún kom út, var ákall um að byggingargeirinn hér á landi yrði skoðaður sérstaklega með tilliti til loftslagsmála. Það hefur nú verið gert og ný aðgerð, loftslagsáhrif byggingariðnaðarins, er í mótun. Henni er meðal annars ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingariðnaðinum. Aðgerð um innlent vistvænt eldsneyti er enn fremur í undirbúningi.

Ítarleg umfjöllun um aðgerðirnar er í viðauka I.

Árangursmælikvarðar

Losun CO2-íg frá jarðvarmavirkjunum, per MWh.
Magn jarðefnaeldsneytis sem fiskimjölsverksmiðjur nota til orkuframleiðslu.
Notkun jarðefnaeldsneytis á þungavinnuvélar í byggingariðnaði.
Áætlun um samdrátt í losun frá byggingariðnaði hefur verið gefin út.
Magn orku framleitt á Íslandi eftir tegund eldsneytis.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum