Hoppa yfir valmynd

Vísinda- og tækniráð 2016-2018

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni­­þróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka sam­keppnis­hæfni atvinnulífsins. Ráðið markar stefnu stjórn­valda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Umfjöllun þess á hvoru sviði um sig skal undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd.

Forsætisráðherra er formaður ráðsins en þar sitja einnig fjármála- og efnahagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Forsætisráðherra skipar tvo menn í ráðið auk þess sem 14 fulltrúar eru tilnefndir í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins. Forsætisráðherra getur einnig kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu.

Aðrir fulltrúar í Vísinda- og tækniráði eru tilnefndir af:

 • Samstarfsnefnd háskólastigsins (4)
 • Alþýðusambandi Íslands (2)
 • Samtökum atvinnulífsins (2)
 • Ráðherra er fer með málefni vísinda (2)
 • Ráðherra er fer með málefni atvinnuvega, atvinnuþróunar og nýsköpunar (2)
 • Ráðherra er fer með heilbrigðismál (1)
 • Ráðherra er fer með umhverfisrannsóknir (1)

Ráðið starfar eftir lögum um Vísinda- og tækniráð.

Skipan Vísinda- og tækniráðs 2016-2018:

 • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra , formaður
 • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
 • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra 
 • Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 
 • Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
 • Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra 
 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra 
 • Helga Zoëga, doktor í faraldsfræðum og dósent við HÍ, án tilnefningar.
  Varamaður: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, doktor í heilsuhagfræði og prófessor við Háskóla Íslands.
 • Gunnar Haraldsson, doktor í hagfræði, án tilnefningar.
  Varamaður: Kristján Leósson, framkvæmdastjóri efnis-, líf- og orkutæknideildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
 • Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur í mennta og menningarmálaráðuneyti, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra. 
  Varamaður: Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
 • Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra
  Varamaður: Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 
 • Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
  Varamaður: Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Arion banka.
 • Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Marel, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 
  Varamaður: Sveinn Þorgrímsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 
 • Guðni Axelsson, sviðsstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðherra.
  Varamaður: Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands.
 • Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttar á Landspítalanum, tilnefndur af velferðarráðherra.
  Varamaður: Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
 • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.
 • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
 • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla - Háskólans á Hólum.
 • Steinunn Gestsdóttir, prófessor við HÍ, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Þórarinn Guðjónsson, dósent við Háskóla Íslands.
 • Eyrún Valsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar ASÍ, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.
  Varamaður: Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar.
 • Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
  Varamaður: Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
 • Erik Figueras Torras, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
  Varamaður: Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla.
 • Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður og stofnandi Stikla ehf., tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
  Varamaður: Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála og fasteignareksturs Háskólans í Reykjavík.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira