Hoppa yfir valmynd

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað framúr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987 - í fyrsta sinn á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Markmiðið með veitingu Hvatningarverðlaunanna er að hvetja vísindamenn til dáða og vekja athygli almennings á gildi rannsókna og starfi vísindamanna. Verðlaunin eru þrjár milljónir króna. Árlega er auglýst eftir tilnefningum til verðlaunanna, sem eru afhent á Rannsóknaþingi Rannís að vori. 

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu.  

Við mat á tilnefningum er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlunar þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd.

Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára en þó er tekið fullt tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamannsins vegna umönnunar barna.

Nánari lýsingar á handhöfum Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs má nálgast á vef Rannís. 

Handhafar Hvatningarverðlaunanna:

  • 2022:    Dr. Yvonne Höller
  • 2021:    Dr. Erna Sif Arnardóttir
  • 2019:    Finnur Dellsén 
  • 2018:    Páll Melsted
  • 2017:    Anton Karl Ingason
  • 2016:    Margrét Helga Ögmundsdóttir
  • 2015:    Sesselja Ómarsdóttir og Egill Skúlason
  • 2014:    Ingibjörg Gunnarsdóttir
  • 2013:    Jón Gunnar Bernburg
  • 2012:    Páll Jakobsson
  • 2011:    Hörður G. Kristinsson
  • 2010:    Unnur Anna Valdimarsdóttir
  • 2009:    Ármann Jakobsson
  • 2008:    Ari Kristinn Jónsson
  • 2007:    Kristján Leósson
  • 2006:    Agnar Helgason
  • 2005:    Freysteinn Sigmundsson
  • 2004:    Anna Birna Almarsdóttir
  • 2003:    Svanhildur Óskarsdóttir
  • 2002:    Steinunn Thorlacius
  • 2001:    Magnús Már Halldórsson og Orri Vésteinsson
  • 2000:    Eiríkur Steingrímsson og Anna K. Daníelsdóttir
  • 1999:    Valur Ingimundarson og Hilmar B. Janusson
  • 1998:    Ingibjörg Harðardóttir
  • 1997:    Kristján Kristjánsson og Jón Atli Benediktsson
  • 1996:    Sveinbjörn Gizurarson og Ástráður Eysteinsson
  • 1994:    Reynir Arngrímsson
  • 1992:    Hörður Arnarson
  • 1990:    Áslaug Helgadóttir
  • 1988:    Gunnar Stefánsson
  • 1987:    Jakob K. Kristjánsson
Síðast uppfært: 12.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum