Hoppa yfir valmynd

Vísinda- og tækniráð 2022-2025

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni­­þróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka sam­keppnis­hæfni atvinnulífsins. Ráðið markar stefnu stjórn­valda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Umfjöllun þess á hvoru sviði um sig skal undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd.

Forsætisráðherra er formaður ráðsins en þar sitja einnig fjármála- og efnahagsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Forsætisráðherra skipar tvo menn í ráðið án tilnefningar auk þess sem 14 fulltrúar eru tilnefndir í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins. Forsætisráðherra getur einnig kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu.

Aðrir fulltrúar í Vísinda- og tækniráði eru tilnefndir af:

 • Samstarfsnefnd háskólastigsins (4)
 • Alþýðusambandi Íslands (2)
 • Samtökum atvinnulífsins (2)
 • Ráðherra er fer með málefni vísinda (2)
 • Ráðherra er fer með málefni atvinnuvega, atvinnuþróunar og nýsköpunar (2)
 • Ráðherra er fer með heilbrigðismál (1)
 • Ráðherra er fer með umhverfisrannsóknir (1)

Ráðið starfar eftir lögum um Vísinda- og tækniráð.

Skipan Vísinda- og tækniráðs 2022-2025

 • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, formaður
 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
 • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
 • Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra
 • Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
 • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra
 • Þóra Pétursdóttir, dósent í fornleifafræði við Háskólann í Ósló.
  Varamaður: Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Háskóla Íslands, án tilnefningar.
 • Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, án tilnefningar.
  Varamaður: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
 • Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Pure North Recycling ehf., tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  Varamaður: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect.
 • Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, tilnefnd af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  Varamaður: Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Melaskóla
 • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
  Varamaður: Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard Háskóla
 • Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, tilnefndur af matvælaráðherra.
  Varamaður: Hrafnkatla Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi rannsakandi.
 • Halldór Björnsson, hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands, tilnefndur af umhverfis-, orku og loftlagsráðherra.
  Varamaður: Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands.
 • Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, tilnefnd af heilbrigðisráðherra.
  Varamaður: Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands.
 • Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum. 
 • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Magnús Þór Torfason, dósent við Háskóla Íslands.
 • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
 • Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, tilnefnd af Samstarfsnefnd háskólastigsins.
  Varamaður: Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst.
 • Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands.
  Varamaður: Eyrún Björk Valsdóttir, sviðsstjóri hjá Alþýðusambandi Íslands.
 • Sara S. Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands.
  Varamaður: Róbert Eric Farestveit, sviðsstjóri hjá Alþýðusambandi Íslands.
 • Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri hjá Kviku eignastýringu hf., tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
  Varamaður: Pétur Reimarsson, verkfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.
 • Sigríður Harðardóttir, Össur Iceland ehf., tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins.
  Varamaður: Sigríður Mogensen, sviðstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins.
 

Á mynd: 

Meðlimir Vísinda og tækniráðs 2019-2021. Frá vinstri Halldór Björnsson, Ásdís Jónsdóttir, Sæmundur Sveinsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Hilmar Bragi Janusson, Steinunn Gestsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Jón Gunnar Bernburg, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Svana Helen Björnsdóttir, Eyrún Valsdóttir. 

Á myndina vantar: Bjarna Benediktsson, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Guðmund Inga Guðbrandsson, Kristján Þór Júlíusson, Margréti Helgu Ögmundsdóttur, Róbert Farestveit og Unni Önnu Valdimarsdóttur

Síðast uppfært: 28.4.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum