Hoppa yfir valmynd

Innri-Akraneshreppur - Synjun sveitarstjórnar á breytingu skipulags, frávísun

Kristín Ármannsdóttir
3. ágúst 2005
FEL05070031/1001

Ytra Hólmi I

301 AKRANESI

Vísað er til erindis yðar, dags. 14. júlí 2005, móttekið 19. sama mánaðar. Í erindinu kærið þér

ákvörðun hreppsnefndar, dags. 14. júní 2005, um að synja beiðni, dags. 24. maí 2005, um

viðeigandi skipulagsbreytingar, þ.e. auglýsingu á deiliskipulagi og breytingu á svæðisskipulagi,

vegna fyrirhugaðs 18 húsa íbúðahverfis í landi Ytra Hólms I.

Í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 er í II. kafla fjallað um stjórnvöld skipulags- og

byggingarmála. Í fyrri málslið 1. mgr. 3. gr. laganna segir að umhverfisráðherra fari með

yfirstjórn skipulags- og byggingarmála samkvæmt lögunum. Í fyrri málslið 2. mgr. 3. laganna

segir að sveitarstjórnir annist gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana. Í 8. gr. laganna er

fjallað um úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Segir í 1. málslið 2. mgr. að

úrskurðarnefnd kveði upp úrskurði í ágreiningsmálum um skipulags- og byggingarmál

samkvæmt lögunum.

Af framansögðu er ljóst að sérstaka kæruheimild vegna ákvarðana sveitarstjórna um skipulagsog

byggingarmál er að finna í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Slík sérstök

kæruheimild gengur framar almennri kæruheimild 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og er

félagsmálaráðuneytið því ekki bært til að kveða upp úrskurð í kærumáli þessu. Málsástæður

yðar koma til skoðunar hjá því stjórnvaldi sem bært er samkvæmt lögum að úrskurða í málinu,

þar með talið hvort einstakir sveitarstjórnarmenn hafi verið vanhæfir til ákvörðunartöku á

grundvelli 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

Á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber stjórnvaldi að framsenda erindi á réttan stað

hafi því borist erindi sem ekki snertir starfssvið þess. Í erindi yðar segir að þér hafið kært

skipulagshlið ákvörðunarinnar til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Ráðuneytið

telur því ekki ástæðu til að framsenda erindið til nefndarinnar en ítrekar að allar málsástæður

yðar koma til skoðunar hjá nefndinni og er yður því bent á að nauðsynlegt er að öll þau gögn

sem þér hafið sent ráðuneytinu berist jafnframt úrskurðarnefndinni.

Erindi yðar er hér með vísað frá félagsmálaráðuneytinu.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

G. Dýrleif Kristjánsdóttir (sign.)

Afrit:

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála

3. ágúst 2005 - Innri-Akraneshreppur - Synjun sveitarstjórnar á breytingu skipulags, frávísun (PDF)




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum