Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Öflugt norrænt samstarf verður áfram grundvallarþáttur í alþjóðlegu samstarfi Íslands.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Ísland gegndi formennsku í norræna samstarfinu á vettvangi N5 og Norrænu ráðherranefndarinnar á árinu 2023 og gekk það vel. Á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar var unnið af krafti í ráðherranefndum og embættismannanefndum í þágu stefnumörkunarinnar um framtíðarsýn okkar 2030, sem samþykkt var af forsætisráðherrum Norðurlanda í ágúst 2019. Landi því, sem fer með formennsku hverju sinni, ber að samræma norrænt samstarf ríkisstjórnanna, taka nauðsynlegt frumkvæði þar að lútandi, veita ráðherranefndinni forystu svo og öðrum ráðherrafundum, og hafa forystu um samráð ríkisstjórnanna um evrópsk og önnur alþjóðleg málefni á öllum stigum. Á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar voru kynntar sérstakar áherslur Íslands sem formennskuríkis innan framtíðarsýnarinnar, auk áherslu á frið, í formennskuáætlunni: „Norðurlönd - afl til friðar“ sem kynnt var af forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs hinn 1. nóvember 2022. Viðvarandi vinna var í þessu á öllum stigum af Íslands hálfu á árinu 2023. Þá er mikið samráð og samræming innan Stjórnarráðsins vegna verkefnisins, einkum á vettvangi norræna stýrihóps Stjórnarráðsins. Einnig voru margir norrænir ráðherrafundir og aðrir fundir haldnir á Íslandi árinu 2023 í tengslum við formennskuna. Gerð er nánari grein fyrir þessum hluta vinnunnar í skýrslu samstarfsráðherra Norðurlanda til Alþingis um störf Norrænu ráðherranefndarinnar 2023 (154. löggjafarþing 2023-2024, þskj. 956 - 643. mál). Að loknu formennskuári tekur við hefðbundin þátttaka Íslands í norrænu samstarfi og að leggja mikla rækt við það. Lagt er upp úr því að hlúa að og styrkja norrænt samstarf. Að Íslendingar séu virkir þátttakendur og miðli þekkingu og reynslu Íslands, á sama tíma og við njótum þess sama frá hinum norrænu löndunum. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum