Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Tryggð verður geta og fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar háhraðaneta þar sem markaðsaðilar sinna ekki þeirri þjónustu eða öryggissjónarmið krefjast þess.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Byggðamál

Framvinda

Sólarlagsákvæði í lögum um fjarskiptasjóð hefur verið framlengt til ársloka 2024. Sjóðnum hafa verið tryggðar árlegar fjárveitingar sem nema 150 m.kr. 2023-2025. Safnliður fjarskipta fær sambærilega fjárveitingu árlega sem til greina kemur að ráðstafa að hluta til uppbyggingar fjarskiptainnviða á grundvelli markaðsbrests. Til viðbótar eru um 150 m.kr. fráteknar í byggðaáætlun á grundvelli aðgerðar A.1. til stuðnings við uppbyggingu ljósleiðaraneta utan markaðssvæða einkum í svokölluðum brothættum byggðum. Í fjármálaáætlun eru tveir árangursmælikvarðar á sviði fjarskipta. Í fyrri mælikvarðanum er stefnt að því að hlutfall ljósleiðaratengdra heimila og atvinnuhúsnæðis á öllum þéttbýlisstöðum verði að lágmarki 80% fyrir árslok 2028 en um mitt ár 2023 var hlutfallið 50%. Á nýrri vefgátt Fjarskiptastofu sjást tengimöguleikar hvers einasta staðfangs á Íslandi, sem er nauðsynleg forsenda. Í seinni mælikvarðanum er stefnt að því að komið verði á samfelldu háhraða farneti óháð þjónustuveitanda á öllum stofnvegum á láglendi fyrir árslok 2028 en úrbóta var þörf á 123 km af stofnvegum í október 2023. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum