Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Sérstök lög verða sett um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku. Áhersla verður lögð á að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum þar sem unnt verður að tryggja afhendingaröryggi. Mikilvægt er að breið sátt ríki um uppbyggingu slíkra vindorkuvera og tillit sé tekið til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Í því samhengi verður tekin afstaða til gjaldtöku fyrir slíka nýtingu. Stefna verður mótuð um vindorkuver á hafi.

Ráðuneyti

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kafli

Orkumál og náttúruvernd

Framvinda

Frumvarp um vindorku og tillaga til þingsályktunar um vindorku hefur verið unnið og sett í samráðsgátt stjórnvalda. Eftir er að setja mótun stefnu um vindorku á hafi í formlegt ferli. 

Staða verkefnis

Hafið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum